Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2024

VEGNA UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU 2024

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn vekur athygli á því að sendiráðið verður opið á morgun, laugardaginn 23. nóvember milli kl. 10-15 vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Þriðjudaginn 26. nóvember verður opið frá kl. 9-19.
Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd, helst íslensku vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini.
Við vekjum sérstaka athygli á því að þau atkvæði sem greidd verða eftir mánudaginn 25. nóvember kl. 10:00, verða send til Íslands með almennum pósti svo ekki er hægt að tryggja að þau berist í rétta kjördeild í tæka tíð.
Kjósendur geta þó komið atkvæði sínu til skila með öðrum hætti.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta