VEGNA UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐAGREIÐSLU - SENDING ATKVÆÐA
Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn vekur athygli á því að opið verður á morgun, þriðjudaginn 26. nóvember til kl. 19:00 vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Það verður síðasta aukaopnun sendiráðsins vegna kosninganna, enda fer nú að styttast tíminn til að koma atkvæðum heim fyrir kjördag.
Sendiráðið vill VEKJA ATHYGLI Á EFTIRFARANDI:
Eins og áður hefur komið fram fór síðasta sending greiddra atkvæða frá sendiráðinu til Íslands í dag. Ástæðan fyrir þessari tímasetningu er að ekki er hægt að tryggja að atkvæðaseðlar sem sendir eru seinna berist til réttra kjördeilda. Því verða þeir sem vilja kjósa frá og með deginum í dag og fram að kjördegi að koma atkvæðum sínum sjálfir tímanlega til Íslands.
Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd, helst íslensku vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini.