Hoppa yfir valmynd
9. desember 2024

Fundur stjórnar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ í Róm (FAO)

 Ísland var kjörið til setu í stjórn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S.Þ. í Róm frá 1. júlí  sl. og var fyrsti fundur nýrrar stjórnar haldinn dagana 2. til 6. desember sl.

Guðmundur Árnason sendiherra ávarpaði stjórnarfundinn fyrir hönd Norðurlandanna og gerði grein fyrir sameiginlegri afstöðu þeirra til niðurstaðna 36. fundi fiskveiðinefndar FAO, sem haldinn var sl. sumar, og niðurstaðna frá 52. fundi nefndar um matvælaöryggi sem haldinn var í október sl. (Committee for Food Security – CFS). Meðal þess sem sérstök áhersla var lögð á varðandi fund fiskveiðinefndarinnar voru mikilvægi málefna hafsins og vistkerfis sjávar, barátta gegn ótilkynntum og ólöglegum veiðum í lögsögu þróunarríkja, afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi, ábyrg auðlindanýting og fiskveiðistjórnun. FAO hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að því að valdefla sérstaklega konur og stúlkur í fæðuframleiðslu (food systems). Í ávarpinu var lögð áhersla á að fylgja eftir valkvæðum leiðbeiningum (e. Voluntary Guidelines) um bætta stöðu kvenna og stúlkna í fæðuframleiðslu sem samþykkt var á fundi CFS á sl. ári. Innleiðing þeirra er hafin og var FAO hvatt til að vinna ötullega og markvisst að innleiðingu þeirra.

Stjórn FAO fjallaði einnig um vaxandi átök í heiminum og neikvæð áhrif sem þau hafa á matvælaöryggi og hvernig FAO geti beitt sér fyrir því að styrkja fæðukerfi og draga þar með út hungri, fæðuóöryggi og næringarskorti – sem hefur því miður vaxið á árunum eftir upphaf heimsfaraldurs kórónaveiru eftir stöðugt jákvæða þróun árin á undan.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta