Hoppa yfir valmynd
19. desember 2024

Íslensk menning í frönsku Ölpunum

Clara Lemaire Anspach hlaut ArteKino verðlaunin á Les Arcs Film Festival.  - mynd © Aurélie Lamachère
Íslensk menning er í öndvegi á evrópsku kvikmyndahátíðinni Les Arcs Film Festival sem fer fram í frönsku Ölpunum þessa vikuna. Hátíðin er stærsta menningarverkefni sendiráðsins þetta árið, en undirbúningur þátttöku Íslands í samstarfi við Kvikmynda- og Tónlistarmiðstöð hefur staðið yfir í rúmt ár. Tuttugu íslensk kvikmyndaverk eru sýnd á hátíðinni og tónlistarfólkið Högni Egilsson og Lúpína komu fram á tónleikum. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í París, var viðstödd opnunarhátíðina og flutti ræðu á íslenskum kvöldverði með Alpaþema.

Kári Úlfsson, framleiðandi, fékk viðurkenningu undir hatti ”producers network” fyrir “Sjö hæðir” (verk í vinnslu) eftir Erlend Sveinsson. Þá hlaut leikstjórinn Clara Lemaire Anspach ArteKino verðlaunin fyrir Rosa candida (verk í vinnslu) sem er frönsk kvikmynd byggð á skáldsögunni Afleggjaranum eftir Auði Övu Ólafsdóttur.

Sendiráðið þakkar frábært samstarf við aðstandendur Les Arcs og Kvikmynda- og Tónlistamiðstöð.
  • Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, hélt ræðu í íslenskum kvöldverði á opnunarhátíð Les Arcs Film Festival. - mynd
  • Íslenskur hátíðarkvöldverður með Alpaþema á kvikmyndahátíðinni Les Arcs Film Festival - mynd
  • Herdís Stefánsdóttir, tónskáld, hér fyrir miðju, er í dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar Les Arcs Film Festival - mynd
  • Les Arcs í frönsku Ölpunum - mynd
  • Lúpína á tónleikum Les Arcs Film Festival.   - mynd
  • Högni Egilsson á tónleikum á Les Arcs Film Festival.   - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta