Hoppa yfir valmynd
27. desember 2024 Utanríkisráðuneytið, Matvælaráðuneytið

Nýir tollfrjálsir kvótar Evrópusambandsins á íslenskum sjávar- og eldisafurðum taka gildi 1. janúar 2025

Mynd úr safni. - myndGolli

Þann 1. janúar 2025 taka gildi átta nýir tollfrjálsir innflutningskvótar til Evrópusambandsins (ESB). Kvótarnir veita aukna útflutningsmöguleika fyrir íslenskar afurðir bæði úr sjávarútvegi og fiskeldi.

Samhliða viðræðum um framlag til Uppbyggingarsjóðs EES sömdu Ísland og ESB um markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir þann 30. nóvember 2023. Samningurinn nær yfir tímabilið 1. maí 2021 til 30. apríl 2028 og felur í sér átta tollkvóta fyrir fleiri en 50 tollanúmer. 

„ESB er okkar mikilvægasti markaður og nýju tollkvótarnir veita tollfrjálsan aðgang fyrir margfalt fleiri afurðir en hingað til,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. „Stórir safnkvótar auka síðan sveigjanleika útflytjenda og tryggja vonandi að kvótarnir nýtist til fulls. Þetta er jákvætt skref en ég vonast auðvitað til þess að þau verði enn fleiri í átt að auknu tollfrelsi, bæði í inn- og útflutningi.“

Tímafrekar samningaviðræður og fullgildingarferli hafa gert það að verkum að töluvert er liðið á tímabilið sem um var samið. Til þess að koma til móts við það var samið um að ónýtt kvótamagn, á tímabilinu frá 1. maí 2021 og þar til kvótarnir verða opnaðir 1. janúar 2025, muni dreifast á þann samningstíma sem eftir er, eða til 30. apríl 2028. Þannig var umsamið heildarmagn kvótanna 15 þúsund tonn árlega en verður meira en tvöfalt það út tímabilið. Verði kvótarnir ekki fullnýttir í lok samningstímabilsins verður hægt að nýta það magn sem eftir er til 30. apríl 2030 eða þar til nýr samningur liggur fyrir.

Þá náðist samkomulag um að ráðist verði í heildstæða endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands og ESB, en stefnt er að því að þeim viðræðum verði lokið á samningstímabilinu. Með þessu móti hefur verið skapaður vettvangur til viðræðna við ESB um greiðari aðgang Íslands að innri markaði ESB, ekki síst fyrir sjávarafurðir. 

Tengill á reglugerð framkvæmdastjórnar ESB: Implementing regulation - EU - 2024/3165 - EN - EUR-Lex

Eftirfarandi kvótar verða opnaðir frá 1. janúar 2025:

Númer kvóta

Tollskrárnúmer

Vörulýsing

Kvótatímabil

Nettóþyngd í tonnum

09.0839

0303 51 00

Fryst síld (Clupea harengus, Clupea pallasii)

1.1.2025-30.4.2025

1.5.2025-30.4.2026

1.5.2026-30.4.2027

1.5.2027-30.4.2028

280

840

840

840

 

 

 

 

 

 

09.0840

0304 49 50

Ný eða kæld flök af karfa (Sebastes spp.)

1.1.2025-30.4.2025

1.5.2025-30.4.2026

1.5.2026-30.4.2027

1.5.2027-30.4.2028

1.750

5.250

5.250

5.250

 

 

 

 

 

 

09.0841

0306 15 00

Frystur leturhumar (Nephrops norvegicus), jafnvel reyktur, í skel eða skelflettur, þar með talinn humar í skel, soðinn í gufu eða vatni

1.1.2025-30.4.2025

1.5.2025-30.4.2026

1.5.2026-30.4.2027

1.5.2027-30.4.2028

70

210

210

210

 

 

 

 

 

 

09.0834

1604 19 92

Framleiðsla úr þorski og öðrum fiski

1.1.2025-30.4.2025

1.5.2025-30.4.2026

1.5.2026-30.4.2027

1.5.2027-30.4.2028

1.400

4.200

4.200

4.200

 

1604 20 90

 

 

 

 

09.0835

 

Nýr eða kældur

1.1.2025-30.4.2025

1.5.2025-30.4.2026

1.5.2026-30.4.2027

1.5.2027-30.4.2028

3.850

11.550

11.550

11.550

 

0302 23 00

Sólflúra (Solea spp.)

 

03022400

Sandhverfa (Psetta maxima)

 

0302 29

Stórkjafta og annar flatfiskur, nýr eða kældur, þó ekki fiskflök og annað fiskkjöt

 

Úr 0302 59 90

Fiskur af ættunum Bregmacerotidae, Euclichthyidae, Gadidae, Macrouridae, Melanonidae, Merlucciidae, Moridae og Muraenolepididae

 

 

 

0302 82 00

Skata (Rajidae)

 

 

 

0302 89 50

Skötuselur (Lophius spp.)

 

 

 

0302 89 90

Annar nýr eða kældur fiskur, ót.a.

 

 

 

 

Frystur

 

 

 

0303 32 00

Skarkoli (Pleuronectes platessa)

 

 

 

0303 39 85

Flatfiskur

 

 

 

Úr 0303 59 90

Indlandsmakríll (Rastrelliger spp.)

 

 

 

Úr 0303 69 90

Fiskur af ættunum Bregmacerotidae, Euclichthyidae, Gadidae, Macrouridae, Melanonidae, Merlucciidae, Moridae og Muraenolepididae

 

 

 

0303 82 00

Skata (Rajidae)

 

 

 

0303 89 90

Fiskur, ót.a.

 

 

 

0303 99 00

Fiskuggar, hausar, sporðar, magar og annar ætur fiskúrgangur

 

 

 

0304 43 00

Ný eða kæld flök af flatfiski (Pleuronectidae, Bothidae, Cynoglossidae, Soleidae, Scophthalmidae og Citharidae)

 

 

 

Úr 0304 44 90

Ný eða kæld flök af fiski af ættunum Bregmacerotidae, Euclichthyidae, Gadidae, Macrouridae, Melanonidae, Merlucciidae, Moridae og Muraenolepididae,

 

 

 

0304 46

Ný eða kæld flök af tannfiski

 

 

 

0304 49 10

Ný eða kæld flök af ferskvatnsfiski

 

 

 

0304 49 90

Ný eða kæld flök af öðrum fiski, ót.a.

 

 

 

0304 95 10

Fryst súrímí

 

 

09.0836

0305 39 10

Flök af laxi, söltuð eða í saltlegi en ekki reykt

1.1.2025-30.4.2025

1.5.2025-30.4.2026

1.5.2026-30.4.2027

1.5.2027-30.4.2028

35

105

105

105

 

0305 42 00

Reykt síld

 

0305 69 50

Lax, aðeins saltaður eða í saltlegi

 

0305 41 00

Reyktur lax, þ.m.t. flök

09.0837

 

0305 72 00

Fiskhausar, sporðar og magar, reyktir, þurrkaðir, saltaðir eða í saltlegi

1.1.2025-30.4.2025

1.5.2025-30.4.2026

1.5.2026-30.4.2027

1.5.2027-30.4.2028

1.365

4.095

4.095

4.095

 

0305 79 00

Fiskuggar og annar ætur fiskúrgangur, reykt, þurrkað, saltað eða í saltlegi

 

0305 43 00

Reyktur silungur (Salmo trutta, Oncorhynchus mykiss, Oncorhynchus clarki, Oncorhynchus aguabonita, Oncorhynchus gilae, Oncorhynchus apache og Oncorhynchus chrysogaster)

 

0305 49 80

Annar reyktur fiskur

 

1604 11 00

Lax, unninn eða varinn skemmdum, heill eða í hlutum (þó ekki hakkaður)

 

 

1604 20 10

Niðursoðinn fiskur, lifur, bollur

 

1605 61 00

Sæbjúgu, unnin eða varin skemmdum

 

1605 62 00

Ígulker, unnin eða varin skemmdum

 

09.0838

0302 22 00

Nýr eða kældur skarkoli (Pleuronectes platessa)

1.1.2025-30.4.2025

1.5.2025-30.4.2026

1.5.2026-30.4.2027

1.5.2027-30.4.2028

1.750

5.250

5.250

5.250

 

0302 59 20

Ný eða kæld lýsa (Merlangius merlangus)

 

0304 49 10

Ný eða kæld flök af ferskvatnsfiski, ót.a.

 

0304 52 00

Nýtt eða kælt kjöt, einnig hakkað, af laxfiski

 

0304 89 10

Fryst flök af ferskvatnsfiski, ót.a.

 

0305 69 80

Annar fiskur, einungis saltaður eða í saltlegi

 

0304 82 10

Fryst flök of silungi „Oncorhynchus mykiss“ að þyngd meira en 400 grömm hvert

 

0304 82 90

Fryst flök of silungi „Oncorhynchus mykiss

 

0302 59 40

Ný eða kæld langa (Molva spp.)

 

0305 53 90

Þurrkaður fiskur af ættunum Bregmacerotidae, Euclichthyidae, Gadidae, Macrouridae, Melanonidae, Merlucciidae, Moridae og Muraenolepididae, þó ekki þorskur

 

0303 14 20

Frystur silungur „Oncorhynchus mykiss“, með haus og tálknum, slægður, yfir 1,2 kg, eða hauslaus að þyngd meira en 1 kg hvert

 

0303 14 90

Frystur silungur „Oncorhynchus mykiss

 

0302 14 00

Nýr eða kældur Atlantshafslax „Salmo salar“ og Dónárlax „Hucho hucho

 

0303 13 00

Frystur Atlantshafslax „Salmo salar“ og Dónárlax „Hucho hucho

 

0304 41 00

Ný eða kæld flök af Kyrrahafslaxi (Oncorhynchus nerka, Oncorhynchus gorbuscha, Oncorhynchus keta, Oncorhynchus tschawytscha, Oncorhynchus kisutch, Oncorhynchus masou og Oncorhynchus rhodurus), Atlantshafslaxi (Salmo salar) og Dónárlaxi (Hucho hucho)

 

0304 81 00

Fryst flök af Kyrrahafslaxi (Oncorhynchus nerka, Oncorhynchus gorbuscha, Oncorhynchus keta, Oncorhynchus tschawytscha, Oncorhynchus kisutch, Oncorhynchus masou og Oncorhynchus rhodurus), Atlantshafslaxi (Salmo salar) og Dónárlaxi (Hucho hucho)

 

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta