Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2025 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með ráðamönnum í Brussel

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Maros Šefčovič, framkvæmdastjóri hjá Evrópusambandinu sem er ábyrgur fyrir utanríkisviðskiptum og samskiptum við Ísland. - myndESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fundaði í dag með Maros Šefčovič, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu sem er ábyrgur fyrir utanríkisviðskiptum og samskiptum við Ísland, og Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins.

Á fundunum lagði utanríkisráðherra áherslu á vilja ríkisstjórnarinnar til að efla samstarf Íslands og Evrópusambandsins enn frekar og að staðinn verði vörður um EES-samstarfið og það styrkt á víðsjárverðum tímum á alþjóðavettvangi. Þá kynnti ráðherra stefnu ríkisstjórnarinnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB eigi síðar en árið 2027. 

„Ísland á þegar í nánu og víðtæku samstarfi við Evrópusambandið, þar sem EES-samningurinn er hornsteinn sem tryggt hefur aðgang okkar að innri markaðnum í yfir þrjátíu ár. Þetta samstarf mætti efla enn frekar, til dæmis á sviðum utanríkismála, heilbrigðismála og öryggis- og varnarmála. Við ræddum einnig þróun heimsmálanna, þar með talið málefni Úkraínu, Mið-Austurlanda og norðurslóða. Það mun án efa reyna á samtakamátt ríkja sem deila sameiginlegum gildum á komandi misserum og þar vill Ísland áfram vinna þétt með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu,“ segir Þorgerður Katrín. 

  • Utanríkisráðherra ásamt Kaja Kallas, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta