Hoppa yfir valmynd
2. mars 2025

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í París

Norræna kvikmyndahátíðin Visions nordiques hefst í París 5. mars 2025 - mynd

Norrænir kvikmyndadagar – Visions Nordiques: French Nordic Film Days – fara fram í fyrsta sinn í kvikmyndahúsinu Le Grand Action í 5. hverfi Parísar dagana 5.-9. mars nk.

Á dagskrá eru tólf kvikmyndir frá öllum Norðurlöndunum. Opnunarmynd hátíðarinnar er kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák. Myndin hefur hlotið mikið lof og verður einn af aðalleikurum hennar, Pálmi Kormákur Baltasarsson, viðstaddur frumsýninguna og tekur þátt í umræðum að henni lokinni.

Íslenskar kvikmyndir skipa mikilvægan sess á hátíðinni, en auk Snertingar verður kvikmyndin Ljósvíkingar frumsýnd í Frakklandi að viðstöddum leikstjóranum Snævari Sölva Sölvasyni. Þá verður kvikmyndin Elskling, eftir norsk-íslenska leikstjórann Lilju Ingólfsdóttur einnig sýnd á hátíðinni.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni kvikmyndastofnana allra Norðurlandanna undir merkjum The Five Nordics, frönsku kvikmyndastofnunarinnar CNC, sænsku stofnunarinnar í París og frönsku stofnunarinnar í Svíþjóð, með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni og norrænu sendiráðunum í Frakklandi.

Auk kvikmyndasýninga fer fram fagleg dagskrá þar sem áhersla er lögð á tengslamyndun franskra og norrænna kvikmyndaframleiðanda og sjálfbærni í kvikmyndagerð. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar: Visions Nordiques.

  • Norræna kvikmyndahátíðin Visions nordiques hefst í París 5. mars 2025 - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta