Hoppa yfir valmynd
7. mars 2025

Samsýning þriggja íslenskra myndlistarmanna opnuð í París

Myndlistarfólkið Reinar Foreman, Ástríður Ólafsdóttir og Björk Viggósdóttir ásamt Unni Orradóttur Ramette, sendiherra, við opnun sýningarinnar Boreal Heat í París - mynd© Oleg Nikishin

Sýningin Boreal Heat, sem er samsýning íslenska myndlistarfólksins Ástríðar Ólafsdóttur, Bjarkar Viggósdóttur og Reinars Foreman var opnuð í Galerie de Buci í 6. hverfi Parísar í gær, í samstarfi við sendiráð Íslands í París. Sýningaropnunin var mjög vel sótt og hlaut góðar viðtökur viðstaddra. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, ávarpaði sýningargesti við opnunina.
Þetta er önnur sýning Reinars í París en fyrsta sýning Ástríðar og Bjarkar í borginni.

Frekari upplýsingar um listafólkið og sýninguna má finna á vefsíðu gallerísins og í sýningarskrá.

Sýningin stendur til 5. apríl nk. í Galerie de Buci, 73, rue de Seine, 75006 Paris.

  • Verk eftir myndlistarkonuna Björk Viggósdóttur - mynd
  • Verk eftir myndlistarmanninn Reinar Foreman - mynd
  • Verk eftir myndlistarkonuna Ástríði Ólafsdóttur - mynd
  • Sýningin Boreal Heat í París - mynd
  • Sýningin Boreal Heat í París - mynd
  • Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, við opnun sýningarinnar ásamt Ástríði Ólafsdóttur - mynd
  • Sýningin Boreal Heat í París - mynd
  • Myndlistarfólkið Ástríður Ólafsdóttir, Reinar Foreman og Björk Viggósdóttir við opnun sýningarinnar Boreal Heat í París - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta