Samsýning þriggja íslenskra myndlistarmanna opnuð í París
Sýningin Boreal Heat, sem er samsýning íslenska myndlistarfólksins Ástríðar Ólafsdóttur, Bjarkar Viggósdóttur og Reinars Foreman var opnuð í Galerie de Buci í 6. hverfi Parísar í gær, í samstarfi við sendiráð Íslands í París. Sýningaropnunin var mjög vel sótt og hlaut góðar viðtökur viðstaddra. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, ávarpaði sýningargesti við opnunina.
Þetta er önnur sýning Reinars í París en fyrsta sýning Ástríðar og Bjarkar í borginni.
Frekari upplýsingar um listafólkið og sýninguna má finna á vefsíðu gallerísins og í sýningarskrá.
Sýningin stendur til 5. apríl nk. í Galerie de Buci, 73, rue de Seine, 75006 Paris.