Hoppa yfir valmynd
13. mars 2025

Nýrri norrænni kvikmyndahátíð hleypt af stokkunum í hjarta Parísar

Pálmi Kormákur sat fyrir svörum eftir frumsýningu Snertingar í París - mynd©Voyez-Vous/Vinciane Lebrun
Kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák var frumsýnd í París í síðustu viku fyrir fullu húsi í kvikmyndahúsinu Grand Action í hjarta borgarinnar. Snerting var opnunarmynd nýrrar norrænnar kvikmyndahátíðar sem ber heitið Visions Nordiques: French Nordic Film Days.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands, hélt opnunarræðu hátíðarinnar en einnig tóku til máls Gaëtan Bruel, framkvæmdastjóri frönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar (Centre national du cinéma), Matthias Nohrborg, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Kjersti Mo, framkvæmdastjóri The Five Nordics og norsku kvikmyndamiðstöðvarinnar og Isabelle Gibbal-Ardi framkvæmdastjóri kvikmyndahússins Grand Action. Snerting, sem verður tekin til almennra sýninga í Frakklandi síðar á árinu, hlaut einróma lof viðstaddra. Annar aðalleikari myndarinnar, Pálmi Kormákur, sat fyrir svörum eftir sýninguna bæði frá skipuleggjendum hátíðarinnar og áhorfendum úr sal. Þá stóðu sendiráð Íslands og Finnlands í samstarfi við menningastofnun Finnlands í París fyrir móttöku í tilefni opnunarinnar.

Íslenskar kvikmyndir skipa mikilvægan sess á hátíðinni, en auk Snertingar var kvikmyndin Ljósvíkingar frumsýnd í Frakklandi að viðstöddum leikstjóranum Snævari Sölva Sölvasyni. Þá var kvikmyndin Elskling, eftir norsk-íslenska leikstjórann Lilju Ingólfsdóttur einnig sýnd á hátíðinni.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni kvikmyndastofnana allra Norðurlandanna undir merkjum The Five Nordics, frönsku kvikmyndastofnunarinnar CNC, sænsku stofnunarinnar í París og frönsku stofnunarinnar í Svíþjóð, með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni og norrænu sendiráðunum í Frakklandi.

Auk kvikmyndasýninga fór fram fagleg dagskrá þar sem áhersla var lögð á tengslamyndun franskra og norrænna kvikmyndaframleiðanda og sjálfbærni í kvikmyndagerð. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Visions nordiques.
  • Leikstjórinn Snævar Sölvason sat fyrir svörum eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Ljósvíkingar í París - mynd
  • Kvikmyndahátíðin Visions nordiques fór fram í kvikmyndahúsinu Grand action í hjarta Parísar - mynd
  • Lilja Ingólfsdóttir sat fyrir svörum eftir frumsýningu kvikmyndar hennar Elskling - mynd
  • Nýrri norrænni kvikmyndahátíð hleypt af stokkunum í hjarta Parísar  - mynd úr myndasafni númer 4
  • Nýrri norrænni kvikmyndahátíð hleypt af stokkunum í hjarta Parísar  - mynd úr myndasafni númer 5
  • Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, hélt opnunarræðu kvikmyndahátíðarinnar - mynd
  • Pálmi Kormákur, annar aðalleikari kvikmyndarinnar Snerting - mynd
  • Leikstjórinn Snævar Sölvason í París  - mynd
  • Leikstjórinn Lilja Ingólfsdóttir - mynd
  • Nýrri norrænni kvikmyndahátíð hleypt af stokkunum í hjarta Parísar  - mynd úr myndasafni númer 10
  • Nýrri norrænni kvikmyndahátíð hleypt af stokkunum í hjarta Parísar  - mynd úr myndasafni númer 11

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta