Hoppa yfir valmynd
14. mars 2025

Vísindagarðar HÍ gera samstarfssamning við stærsta tæknigarð í Evrópu

Við undirritun samnings milli Vísindagarðs HÍ og nýsköpunar- og tæknigarðsins Sophia Antipolis um samstarf á sviði nýsköpunar - mynd
Þann 11. mars sl. undirrituðu forsvarsmenn Vísindagarðs HÍ og nýsköpunar- og tæknigarðsins Sophia Antipolis samning í Cannes um samstarf á sviði nýsköpunar. Þar starfa 43 þúsund vísindamenn, háskólafólk, frumkvöðlar og starfsmenn stórfyrirtækja af 80 þjóðernum á sviði nýjustu tækni og vísinda. Sophia Antipolis hefur gert svipaða samninga við margar stofnanir, nýlega við MIT í Bandaríkjunum og Here East í Bretlandi.

“Samningurinn veitir mikla möguleika á samstarfi íslenskra vísindamanna og frumkvöðla við þennan stærsta og elsta tæknigarð í Evrópu. Ég vil þakka Fransk-íslenska viðskiptaráðinu (FRÍS) fyrir að koma þessu verkefni á laggirnar og hvet áhugasama um nýsköpun að kynna sér frekar þá spennandi samstarfsmöguleika sem samningurinn býður upp á” segir Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París.
  •  Vísindagarðar HÍ gera samstarfssamning við stærsta tæknigarð í Evrópu - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sophia Antipolis í Suður-Frakklandi er stærsti tæknigarður Evrópu - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta