Vísindagarðar HÍ gera samstarfssamning við stærsta tæknigarð í Evrópu
“Samningurinn veitir mikla möguleika á samstarfi íslenskra vísindamanna og frumkvöðla við þennan stærsta og elsta tæknigarð í Evrópu. Ég vil þakka Fransk-íslenska viðskiptaráðinu (FRÍS) fyrir að koma þessu verkefni á laggirnar og hvet áhugasama um nýsköpun að kynna sér frekar þá spennandi samstarfsmöguleika sem samningurinn býður upp á” segir Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París.