Hoppa yfir valmynd
14. mars 2025

Íslensk fasteigna- og þróunarverkefni kynnt í Cannes

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi við opnun kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum og á framtíðarsýn K64 þróunaráætlunarinnar á Suðurnesjum - mynd

Íslensk fyrirtæki tóku þátt í MIPIM, fasteigna- og þróunarverkefnasýningu í Cannes, dagana 11.-13. mars. Þar voru haldnar kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum og á framtíðarsýn K64 þróunaráætlunarinnar á Suðurnesjum undir handleiðslu Kadeco. Einnig var vinningstillaga hinnar sænsku Fojab arkítektastofu um fyrirhugaða byggð í landi Keldna í Reykjavík kynnt sem og tækifæri í Vísindagörðum Hí og fleiri sjálfbær uppbyggingarverkefni í Reykjavík.

Íslandsstofa skipulagði ferðina og naut aðstoðar Patricks Sigurðssonar, formanns fransk-íslenska viðskiptaráðsins (FRÍS) í Frakklandi. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi, bauð gesti velkomna á kynninguna og tók þátt í myndbandsviðtali við ImmoWeek um fjárfestingatækifæri á Íslandi.

  • Elín Ragnheiður Guðnadóttir, yfirverkefnastjóri hjá Kadeco á MIPIP kynningunni í Cannes - mynd
  • Sendiherra í viðtali við ImmoWeek um fjárfestingatækifæri á Íslandi.  - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta