Íslensk fasteigna- og þróunarverkefni kynnt í Cannes
Íslensk fyrirtæki tóku þátt í MIPIM, fasteigna- og þróunarverkefnasýningu í Cannes, dagana 11.-13. mars. Þar voru haldnar kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum og á framtíðarsýn K64 þróunaráætlunarinnar á Suðurnesjum undir handleiðslu Kadeco. Einnig var vinningstillaga hinnar sænsku Fojab arkítektastofu um fyrirhugaða byggð í landi Keldna í Reykjavík kynnt sem og tækifæri í Vísindagörðum Hí og fleiri sjálfbær uppbyggingarverkefni í Reykjavík.
Íslandsstofa skipulagði ferðina og naut aðstoðar Patricks Sigurðssonar, formanns fransk-íslenska viðskiptaráðsins (FRÍS) í Frakklandi. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi, bauð gesti velkomna á kynninguna og tók þátt í myndbandsviðtali við ImmoWeek um fjárfestingatækifæri á Íslandi.