Hoppa yfir valmynd

Leiðbeiningar fyrir hlusta-hnapp og stækkun texta

Ef smellt er á hlusta-hnappinn, sem sjá má uppi til hægri á flestum síðum vefsins, les vefþula texta síðunnar. Vefþulan kemur til dæmis að góðum notum fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að lesa texta á vefsíðum og auðveldar þeim að átta þig á efni hennar.

Hvernig virkar vefþulan?

Til hefja lestur er einfaldlega smellt á hlusta-hnappinn.

Hlusta-takki óvirkjaður

 

 

Spilarinn byrjar að lesa texta vefsíðunnar upphátt og fleiri stillingarmöguleikar birtast.

Hlusta-takki virkjaður

 

Spilarinn býður uppá eftirtalda kosti:

  • Hlé/lestur.
  • Stöðva lestur.
  • Framvinduslá til að velja stað á síðunni.
  • Stjórna hljóðstyrk.
  • Stillingatákn til að stjórna frekari virkni spilarans.
  • Niðurhalstákn til að sækja hljóðskrá.
  • Loka spilaranum.

Nota má Tab-lykilinn eða Shift + Tab til að ferðast um spilarann.  Ýtt er á Enter-hnappinn til að virkja valda aðgerð eða krækju.

Hlustað á valinn texta:

Velja má tiltekinn texta til að fá hann lesinn. Síðan er smellt á hlusta-hnappinn sem birtist við hlið músarbendilsins.

Þegar smellt er á hlustunarhnappinn birtist spilarinn og byrjar að lesa textann sem valinn er.

Hlusta-takki þegar valinn texti er spilaður

 

Í stillingavalmyndinni geturðu:

  • Valið hvort  textinn sé upplýstur á meðan spilarinn les hann.
  • Valið hvort einstök orð séu upplýst eða heilar setningar.
  • Valið lit og leturgerð upplýsta textans.
  • Valið hvort spilarinn sýnir texta setningarinnar neðst á síðunni með stærra letri samhliða upplýsta textanum.
  • Valið lestrarhraða, það er hvort spilarinn les hægt, miðlungs hratt eða hratt.
  • Valið hvort síðan fylgi sjálfkrafa upplýsta textanum.
  • Valið hvort hlustunarhnappinn sé sýnilegur þegar texti er valinn.
  • Endurheimt allar upprunalegar stillingar.

Hlusta má á alla stillingarmöguleikana með því að smella á hlustunarhnappinn efst til hægri í stillingavalmyndinni.

Stillingar á hlusta-takka

Stækka og minnka texta

Notendur vefsins geta minnkað og stækkað texta séu þeir að skoða hann í tölvu með lyklaborði og/eða mús. Til að stækka er Ctrl-hnappnum haldið niðri og smellt á "+" (CDM og "+" í Appeltölvum). Til að minnka er Ctrl-hnappnum haldið niðri og smellt á "-" (CDM og "-" í Appeltölvum). Einnig er hægt að halda niðri Ctrl-hnappnum og nota skrunhjól tölvumúsa til að minnka og stækka. 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta