Copy of Fjármálastefna
Fjármálastefna er áætlun ríkisstjórnar um stöðu og þróun opinberra fjármála og áhrif þeirra á aðra hluta hagkerfisins t.d. heimili og fyrirtæki. Í fjármálaáætlunni eru sett fram töluleg markmið um umfang, afkomu og efnahag opinberra aðila, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu, fyrir næstu fimm ár hið skemmsta.
Megintilgangur fjármálastefnunnar er að stuðla að efnahagslegu jafnvægi til lengri tíma og skapa þar með betri forsendur fyrir hagkvæmari nýtingu fjármagns og auðlinda. Stefnan er jafnframt tæki stjórnvalda til að sýna hvernig markmiðum um stöðugleika og sjálfbærni opinberra fjármála verði náð.
Markmið fjármálastefnunnar taka mið af grunngildum fjármálastefnu og fjármálaáætlunar og skilyrðum fjármálastefnu og fjármálaáætlunar - svonefndum fjármálareglum. Nýkjörin ríkisstjórn mótar fjármálastefnu sem fjármála- og efnahagsráðherra leggur fram á Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en samhliða framlagningu næsta frumvarps til fjárlaga.
Í stefnunni koma fram markmið um umfang, afkomu og þróun efnahags hins opinbera.
Með fjármálastefnunni eru sett fram almenn markmið um þróun opinberra fjármála sem breið sátt ríkir um. Þannig er gert ráð fyrir að markmið fjármálastefnunnar séu einungis endurskoðuð ef aðstæður eru óviðráðanlegar svo sem vegna þjóðarvár eða alvarlegs efnahagsáfalls. Með þessu er stuðlað að efnahagslegu jafnvægi til lengri tíma og skapaðar forsendur fyrir hagkvæmari nýtingu mannafla, fjármagns og auðlinda.
Opinber fjármál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.