Innviðaráðuneytið
Sautján milljónum úthlutað til verslunar í dreifbýli
09.12.2024Innviðaráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli...
Málefni sveitarfélaga
Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum á eigin ábyrgð eftir því sem lög ákveða í samræmi við 78. gr. stjórnarskrárinnar.
Málefni sveitarfélaga heyra stjórnarfarslega undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem standa skal vörð um hagsmuni sveitarfélaga, sjálfstjórn þeirra, verkefni og fjárhag.
Ráðherra skal hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Þá er heimilt að kæra til ráðherra stjórnvaldsákvarðanir sveitarfélaga að svo miklu leyti sem það úrskurðarvald hefur ekki verið falið öðrum að lögum.
Svæða- og byggðamál heyra jafnframt undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar með talin byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta, atvinnuþróun og atvinnuþróunarfélög, svæða- og byggðarannsóknir og svæðisbundin flutningsjöfnun. Þá heldur ráðuneytið um málefni Byggðastofnunar og Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara.
Byggðaáætlun lýsir stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstaka áherslu skal leggja á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Í byggðaáætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.
Verkefni á sviði sveitarstjórna og byggðamála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Sveitarfélög og byggðamál.
Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum á eigin ábyrgð eftir því sem lög ákveða í samræmi við 78. gr. stjórnarskrárinnar. Málefni sveitarfélaga heyra stjórnarfarslega undir innviðaráðherra, sem standa skal vörð um hagsmuni sveitarfélaga, sjálfstjórn þeirra, verkefni og fjárhag.
Ráðherra skal hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum í samræmi við lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Þá er heimilt að kæra til ráðherra stjórnvaldsákvarðanir sveitarfélaga að svo miklu leyti sem það úrskurðarvald hefur ekki verið falið öðrum að lögum.
Ráðuneytinu ber að leggja fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti, tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga til fimmtán ára í senn. Þar skal mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Í reglugerð eru sett nánari ákvæði um gerð stefnumótandi áætlunar og aðgerðaáætlunar.
Svæða- og byggðamál heyra jafnframt undir innviðaráðherra, þar með talin byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta, atvinnuþróun og atvinnuþróunarfélög, svæða- og byggðarannsóknir og svæðisbundin flutningsjöfnun. Þá heldur ráðuneytið um málefni Byggðastofnunar og Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara.
Byggðaáætlun lýsir stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfingu við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstaka áherslu skal leggja á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Í byggðaáætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.
Verkefni á sviði sveitarstjórna og byggðamála heyra meðal annars undir samnefnt málefnasviðið í gildandi fjármálaáætlun.
Ný heildarlög um póstþjónustu tóku gildi 1. janúar 2020, sjá hér á vef Alþingis. Markmið laganna er að stuðla að hagkvæmri, virkri og áreiðanlegri póstþjónustu um land allt og til og frá landinu, m.a. með því að tryggja notendum aðgang að alþjónustu eins og hún er skilgreind á hverjum tíma og með því að efla samkeppni á markaði fyrir póstþjónustu.
Þann 15. júní 2019 tóku gildi lög um breytingar á ákvæðum gildandi póstlaga nr. 19/2002 sem fela m.a. í sér að heimila Íslandspósti ohf. að setja gjaldskrá fyrir erlendar póstsendingar sem á að mæta raunkostnaði við sendingarnar.
Innviðaráðuneytið
Innviðaráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli...
Innviðaráðuneytið
Í gær var skrifað undir samninga um styrki vegna óstaðbundinna starfa á Húsavík og Hvammstanga.
Kærur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga er hægt að senda rafrænt gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins, minarsidur.stjr.is, eða á pdf-formati og senda ráðuneytinu:
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.