Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. apríl 2023 Utanríkisráðuneytið

Leiðtogafundurinn og formennska Íslands til umræðu á fundi utanríkisráðherra ESB

Josep Borrell utanríkismálastjóri ESB og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - myndutanríkisráðuneytið

Undirbúningur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík dagana 16. og 17. maí var aðalumfjöllunarefni fundar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og utanríkisráðsherra Evrópusambandsins sem haldinn var í Lúxemborg í dag. Sem forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins ávarpaði Þórdís Kolbrún fundinn þar sem einnig var farið yfir áherslur leiðtogafundarins í maí og væntingar um niðurstöðu.

Í ávarpi sínu áréttaði utanríkisráðherra ráðherra mikilvægi þess að standa vörð um lýðræði, réttarríkið og mannréttindi, grunngildi Evrópuráðsins, ekki síst nú í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Aukinn stuðningur við Úkraínu og ábyrgðarskylda verða meginviðfangsefni leiðtogafundarins í Reykjavík. Þá ræddi hún um hið mikilvæga samband Íslands og Evrópusambandins.

Þórdís Kolbrún átti jafnframt tvíhliða fund með Micheál Martin, utanríkisráðherra Írlands, um málefni Evrópuráðsins en Ísland tók við formennsku af Írlandi í nóvember 2022. 

Þá fundaði utanríkisráðherra  með Josep Borell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í gærkvöld þar sem möguleikar um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála og málefni Úkraínu voru til umræðu.

Á morgun, þriðjudag, ávarpar utanríkisráðherra þing Evrópuráðsins í Strassborg þar sem tvíhliða fundir á vettvangi Evrópuráðsins eru einnig á dagskrá.

  • Þórdís Kolbrún og Micheal Martin, utanríkisráðherra Írlands - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta