Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. maí 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Tók þátt í Íslandsdeginum í Strassborg​

Íslandsdagurinn í Strassborg. - myndMVF

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tók þátt í lokaviðburði menningardagskrár formennsku Íslands í Evrópuráðinu, svonefndum Íslandsdegi, í Strassborg.

Ráðherra flutti opnunarávarp á bókmenntaviðburði með rithöfundunum Jóni Kalman Stefánssyni og Sigríði Hagalín Björnsdóttur ásamt Eric Boury þýðanda. Lilja sótti jafnframt sýningar tveggja listkvenna sem búsettar eru í Strassborg sem vinna nær eingöngu með Ísland í verkum sínum. Þá skoðaði hún sýningu Grænvangs, Græn framtíð. Einnig opnaði menningar- og viðskiptaráðherra sérstaka sýningu á kvikmyndinni Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson.

Í ferðinni fundaði Lilja með Ragnhildi Arnljótsdóttur sendiherra hjá fastanefnd Íslands í Strassborg og Solveen Dromson kjörræðismanni Íslands í Strassborg. Fundaði Lilja einnig með Mariju Pejčinović Burić, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.

Viðburðirnir er hluti af formennskuáætlun Íslands sem nær hámarki þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. og 17. maí nk. Um 40 leiðtogar hafa boðað komu sína á fundinn. Þetta verður í fjórða sinn í 74 ára sögu Evrópuráðsins sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins. Síðasti leiðtogafundur var haldinn fyrir 18 árum í Varsjá í Póllandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta