Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. febrúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samtal um aðgerðaáætlun í ferðamálum til 2030 í Reykjavík

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra heldur þessa dagana opna umræðu- og kynningarfundi um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 víðs vegar um landið. Á morgun, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 15 fer fram slíkur fundur í Reykjavík. 

Fundurinn er á Hilton Reykjavík Nordica kl. 15 og verða léttar veitingar í móttöku á eftir. Ferðaþjónustuaðilar og áhugasöm um þróun ferðaþjónustunnar hjartanlega velkomin!

Vinsamlegast skráið mætingu hér!

Fyrstu drög að aðgerðaáætlun ferðamálastefnu 2030 voru unnin í víðtæku samráði stjórnvalda við fjölda hagaðila. Drögin eru byggð á vinnu sjö starfshópa og stýrihóps og voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember á síðasta ári.

Athugið að fundurinn í Reykjavík hefst kl. 15:00. 

Sjá einnig:

Ferðamálastefna.is

Drög að aðgerðaáætlun í ferðamálum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta