Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. febrúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Drög að ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 til umsagnar í samráðsgátt

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur sett til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030.  

Vinna við mótun aðgerðaráætlunar ferðamálastefnu hefur staðið yfir undanfarið ár og hafa þau drög sem nú liggja fyrir verið unnin í víðtæku samráði við fjölda hagaðila. Drögin eru byggð á vinnu sjö starfshópa og stýrihóps og voru fyrstu tillögur að aðgerðum kynntar í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember á síðasta ári. Allar nánari upplýsingar um gerð ferðamálastefnu og aðgerðaáætlunar hennar má finna á www.ferdamalastefna.is.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér drögin og senda inn umsögn. Að lokinni yfirferð umsagna mun þingsályktunartillagan verða lögð fram á Alþingi í síðari hluta mars.

Enn fremur er vakin athygli á því að hafnir eru opnir umræðu- og kynningarfunda ferðamálaráðherra um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og er fimm þeirra lokið. Í dag fer fram fundur í Reykjavík kl. 15. Dagskrá næstu funda er sem hér segir:

• 28. febrúar kl. 15:00 í Reykjavík, (Hilton Reykjavík Nordica)
• 4. mars kl. 13:00 á Vestfjörðum (Edinborgarhúsið)
• 5. mars kl. 13:00 í Reykjanesbæ (Hljómahöll)
• 6. mars á Höfn í Hornafirði (Nýheimar)

Sjá einnig: 

Drögin í Samráðsgátt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta