Hoppa yfir valmynd

Frétt

20. júní 2024 Forsætisráðuneytið

Kynjajafnréttisstefna Evrópuráðsins tekur mið af yfirlýsingu leiðtogafundarins í Reykjavík

Frá leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í maí 2023. - mynd

kynjajafnréttisstefna Evrópuráðsins fyrir árin 2024-2029 hefur tekið gildi en henni var formlega hleypt af stokkunum í lok maí. Stefnan byggir á skuldbindingum aðildarríkja ráðsins, samþykktum tilmælum og leiðbeiningum um kynjajafnrétti.

Í upphafi stefnunnar er vísað til ályktunar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári en þar segir að aðildarríki skuli vinna að: „Jafnrétti kynjanna þar sem full, jöfn og skilvirk þátttaka kvenna í ákvarðanatökuferlum er nauðsynleg fyrir réttarríkið, lýðræði og sjálfbæra þróun. Við leggjum áherslu á brautryðjendahlutverk Evrópuráðsins, meðal annars í gegnum Istanbúlsamninginn, í baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.“

Í nýrri áætlun er gerð grein fyrir markmiðum og áherslum Evrópuráðsins í jafnréttismálum fyrir árin 2024-2029, starfsaðferðir og helstu samstarfsaðilar skilgreindir, auk þeirra aðgerða sem þarf til að auka sýnileika árangurs. Auk samþykktra viðmiða sem liggja til grundvallar jafnréttisstefnunni verður áhersla lögð á að ná árangri á eftirfarandi sviðum, sérstaklega:

Nánar er fjallað um kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins á heimasíðu Jafnréttisstofu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum