Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. október 2024 Dómsmálaráðuneytið

Bætt aðgengi skipaðra lögráðamanna

Bætt aðgengi skipaðra lögráðamanna - myndPexels/Marek Levak

Skipaðir lögráðamenn geta nú fengið aðgang að pósthólfi skjólstæðinga sinna á island.is ef nauðsyn þykir þegar þeir eru taldir ófærir um að gæta eigin hagsmuni í samskiptum við hið opinbera. Flutningur lögræðissviptingaskrár til sýslumanna hefur skapað tækifæri til að bæta stöðu sviptra einstaklinga hér á landi með aukinni hagsmunagæslu í þeirra þágu.

Frá 1. október síðastliðnum hafa sýslumenn, sem teljast yfirlögráðendur, borið ábyrgð á svonefndri lögræðissviptingaskrá sem Þjóðskrá Íslands annaðist fram að þeim tíma. Þeir einstaklingar sem þurfa að verða sér úti um staðfestingu á lögræði, fjárræði eða sjálfræði geta nú leitað til sýslumanna, sem veita þjónustu um allt land, eftir vottorði um það.
Réttur lögráðamanna til aðgangs að pósthólfi viðkomandi styðst við heimild í lögum nr. 105/2021 um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda.

Vakin er athygli á því að það fellur í hlut skipaðra lögráðamanna að meta nauðsyn á aðgangi þeirra að pósthólfi sviptra skjólstæðinga, út frá tegund sviptingar, stöðu og hagsmunum hins svipta og starfsskyldum lögráðamanns. Mikilvægt er fyrir lögráðamann að hafa samráð við hinn svipta um umsjón með pósthólfi hans og að lögráðamaður hagi störfum sínum í þágu hins svipta eins og best hentar hag hans hverju sinni, sbr. 60. gr. lögræðislaga nr. 71/1997.

Lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda
Lögræðislög


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta