Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. nóvember 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félags- og vinnumarkaðsráðherra úthlutar styrkjum til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála

Bjarni Benediktsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur ákveðið að úthluta styrkjum til sex verkefna á sviði jafnréttismála. Heildarfjárhæð styrkjanna er tíu milljónir króna. Styrkirnir eru veittir á grundvelli reglna um úthlutun styrkja sem félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir til verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála.

Þau verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni eru:

  • UN Women á Íslandi. Karlmenn og jafnrétti: – 2 milljónir króna
    Gerð hlaðvarpsþátta á vegum UN Women á Íslandi, með það að markmiði að virkja karlmenn í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.

  • Freyja Vilborg Þórarinsdóttir doktorsnemi við H.Í. – 2 milljónir króna Jafnréttistengdar fjárfestingar: Hlutverk lífeyrissjóða í að stuðla að jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu
    Greining á stefnu lífeyrissjóða á sviði kynjajafnréttis ásamt þróun á hagnýtum leiðbeiningum fyrir stofnanafjárfesta.

  • Kvennaár 2025 – 2 milljónir króna
    Styrkur til að standa fyrir ýmsum viðburðum á vegum grasrótarsamtaka kvennahreyfingarinnar, aðstandenda kvennaverkfalls 2023.

  • Kvenréttindafélag Íslands – 1,5 milljónir króna
    Verkefni á vegum Kvenréttindafélags Íslands (KRFÍ) með það að markmiði að auka áhrif ungra kvenna og kvára innan félagsins.

  • Kvenfélagasamband Íslands – 1,5 milljónir króna
    Vitundarvakning Kvenfélagasambands Íslands gegn einmanaleika í tilefni af viku einmanaleikans.

  • Samtökin Framfarahugur – 1 milljón króna
    Verkefni til að efla félagsleg tengsl, samkennd og bætta geðheilsu meðal ungmenna úr minnihlutahópum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta