Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. mars 2025 Dómsmálaráðuneytið

Yfirlýsing norrænna jafnréttisráðherra í tilefni 8. mars

Norðurlandaþjóðirnar standa sameinaðar að því að verja réttindi kvenna og stúlkna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Við heitum því að standa vörð um þau framfaraskref sem þegar hafa verið tekin í kynjajafnrétti, að hörfa ekki og halda áfram að berjast fyrir framförum.

Sem norrænir jafnréttisráðherrar erum við uggandi yfir vaxandi andstöðu gegn jafnrétti kynjanna og réttindum kvenna. Í mörgum löndum hafa frelsi og réttindi gengið til baka. Konur og stúlkur eiga að vera lausar við ofbeldi og geta lifað lífi sínu án mismununar. Við verðum að tryggja að allar konur og stúlkur, um allan heim, hafi frelsi til að taka ákvarðanir um eigin líkama og líf.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta