Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. apríl 2025 Dómsmálaráðuneytið

Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2025.
Viðurkenningin er veitt einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum eða samtökum sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði kynjajafnréttis.

Viðurkenningin er veitt í samræmi við 4. mgr. 24. gr. laga nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og verður afhent á Jafnréttisþingi 2025 sem haldið verður 22. maí nk.

Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Óskað er eftir tilnefningum sem lúta að baráttunni gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Tilnefningum skal skila rafrænt eigi síðar en 5. maí 2025 til dómsmálaráðuneytisins á netfangið [email protected]. Efnislína skal vera jafnréttisviðurkenning 2025 og rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með.

Sjá nánar um Jafnréttisþingið 2025 hér.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta