Hoppa yfir valmynd

Aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota

Vorið 2022 skipaði dómsmálaráðherra starfshóp sem var falið það hlutverk að endurnýja aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota. Með þessari aðgerðaáætlun verður áfram unnið markvisst að úrbótum við meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu auk þess að stuðla að bættri upplifun og betri þjónustu við þá sem í hlut eiga, en aðgerðaáætlunin undirstrikar jafnframt mikilvægi þess málaflokks í huga stjórnvalda. 

 
AðgerðLýsingÁbyrgðÁætluð lokStaða
1. Móta og kynna verklag og gátlista um rannsóknir kynferðisbrota.

Útbúið verði verklag/gátlisti um rannsóknir kynferðisbrota, frá broti/kæru þar til afgreiðslu máls er lokið hjá lögregluembættum.  Hugað verði sérstaklega að réttindum brotaþola og sakborninga og meðferð stafrænna kynferðisbrota. RíkissaksóknariSept 2023Komið vel á veg

Reglurnar verði kynntar markvisst innan lögreglu, hjá ákæruvaldi, í hópi lögmanna og þeim sem veita brotaþolum stuðning. RíkissaksóknariSept 2023Ekki hafið
2. Stytta málsmeðferðartíma.

Fjölgað verði stöðugildum hjá lögreglu og ákæruvaldi. Dómsmálaráðuneytið2023Lokið
3. Endurskoða ákvæði um skilorðsbundna ákærufrestun fyrir unga afbrotamenn.

Endurskoðuð verði skilyrði 56. gr. alm. hgl., sérstaklega um aldur sakborninga, með tilliti til rýmkunar ákvæðisins.
Tryggt verði nægt fjármagn til viðeigandi meðferðaraðila og annarra þjónustuaðila vegna sérskilyrða.
DómsmálaráðuneytiðVor 2024Hafið

Ríkissaksóknari setji ákærendum nánari fyrirmæli um beitingu úrræðisins.
Beint verði til ákærenda að beita sérskilyrðum, sbr. 3. mgr. 57. gr., í meira mæli við skilorðsbundna frestun ákæru vegna minniháttar brota gegn XXII. kafla alm. hgl. sem játuð hafa verið. Tryggt verði að ákærendur taki ákærufrestanir upp við rof á skilyrðum.
RíkissaksóknariVor 2024Komið vel á veg
4. Tryggja öryggi og aðbúnað vegna ósakhæfra afbrotamanna skv. 15. og 16. gr.

Tryggt verði að viðeigandi öryggisgæsla og aðrar öryggisráðstafanir, s.s. félagsleg þjónusta, hæfing og geðheilbrigðisþjónusta, séu til staðar fyrir gerendur sem 15. eða 16. gr. alm. hgl. á við um.Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðHaust 2024Hafið
5. Bæta framkvæmd og eftirlit með sérskilyrðum vegna ungra sakhæfra afbrotamanna, vegna skilorðsbundinna refsinga og vegna ósakhæfra afbrotamanna. 

Skýrt verði hvar ábyrgð og framkvæmd liggurDómsmálaráðuneytiðHaust 2024Hafið

Tryggt verði nægt fjármagn til meðferðaraðila vegna sérsskilyrðaDómsmálaráðuneytiðHaust 2024Hafið

Tryggt verði skilvirkt eftirlit með fullnustu sérskilyrðaDómsmálaráðuneytiðHaust 2024Hafið

Verklag verði mótað fyrir umsjón og eftirlit Fangelsismálastofnunar tengt sérskilyrðumDómsmálaráðuneytiðHaust 2024Hafið

Tryggð verði viðeigandi öryggisgæsla og öryggisráðstafanir fyrir gerendur, sem 15. og 16. gr. alm. hgl. eiga við, s.s. félagsleg þjónusta, hæfing, geðheilbrigðisþjónusta og annars konar meðferð. Tryggt verði skilvirkt eftirlit með úrræðunum og beitingu þeirra. DómsmálaráðuneytiðHaust 2024Hafið
6. Styrkja meðferðarúrræði innan fullnustukerfisins.


Fjölgað verði stöðugildum meðferðaraðila innan fullnustukerfisins til að tryggja að allir fangar sem afplána dóma vegna kynferðisbrota hljóti sambærilega meðferð, til að draga úr líkum á frekari afbrotum. 
DómsmálaráðuneytiðHaust 2025Ekki hafið
7. Áfangaskipta fullnustuúrræðum fyrir kynferðisbrotamenn.


Komið verði á fót áfangaskiptu fullnustuúrræði fyrir kynferðisbrotamenn sem ekki mega afplána á Vernd.
DómsmálaráðuneytiðHaust 2025Ekki hafið
8. Tryggja viðeigandi heilbrigðisþjónusta fyrir þolendur kynferðisbrota.

Brotaþolum verði tryggt viðeigandi stuðningsviðtal hjá fagaðila í kjölfar skýrslutöku hjá lögreglu. HeilbrigðisráðuneytiðHaust 2023Lokið
9. Gefa gerendum alvarlegra kynferðisbrota kost á stuðningsviðtali.


Tryggt verði að sakborningum í alvarlegum kynferðisbrotum verði gefinn kostur á viðeigandi stuðningsviðtali í kjölfar skýrslutöku hjá lögreglu vegna kæru sem og tilvísun í Taktu skrefið.
HeilbrigðisráðuneytiðHaust 2023Lokið
10. Bæta aðstöðu í dómshúsi.


Fjarfundabúnaður verði gerður tiltækur.
Dómstólasýslan Lok árs 2025Komið vel á veg

Gerð verði öryggisúttekt í dómshúsum á landsvísu.Dómstólasýslan Lok árs 2025Komið vel á veg

Húsnæði héraðsdómstólanna og Landsréttar verði útbúið með þeim hætti að tryggt verði á landsvísu að brotaþoli geti gefið skýrslu í dómsal án nálægðar við ákærða og að ákærði geti fylgst með slíkri skýrslugjöf í dómshúsi.
Dómstólasýslan Lok árs 2025Hafið

Gætt verði að því að brotaþoli og sakborningur mætist ekki fyrir utan dómsal. Dómstólasýslan Lok árs 2025Hafið
11. Bæta upplifun málsaðila með virkari samskiptum.


Tilnefna tengilið máls.
LögregluembættinVor 2024Hafið

Regluleg upplýsingagjöf til brotaþola.LögregluembættinVor 2024Komið vel á veg

Eftirfylgni og endurmat á þjónustugátt mitt.logreglan.is.Ríkislögreglustjóri Vor 2024Komið vel á veg
12. Skýra hlutverk réttargæslumanna og styrkja réttarstöðu brotaþola.

Leiðbeiningar/reglugerð fyrir réttargæslumenn.LögmannafélagiðHaust 2023Ekki hafið

Fræðsla fyrir lögmenn sem taka að sér eða hafa hug á að taka að sér réttargæslu brotaþola um sérstöðu kynferðisbrotamála.LögmannafélagiðHaust 2023Komið vel á veg

Lagabreytingum verði fylgt eftir með fræðslu, þá  helst um breytingar á meðferð sakamála (bætt réttarstaða brotaþola).LögmannafélagiðHaust 2023Komið vel á veg

Tryggja samtal milli brotaþola og rettargæslumanns fyrir skýrslutöku.LögmannafélagiðHaust 2023Komið vel á veg

Tryggja aðgang réttargæslumanna að þjónustugátt.LögmannafélagiðHaust 2023Komið vel á veg

Mat á starfsumhverfi réttargæslumanna, þ.á m. ákvarðanir um þóknun.LögmannafélagiðHaust 2023Hafið
13. Endurskoða fyrirkomulag við skýrslutökur af börnum yngri en 15 ára og öðrum í viðkvæmri stöðu.

Tekið verði til skoðunar hvort æskilegt sé að gera breytingar á því fyrirkomulagi sem nú er við lýði um töku dómskýrslna á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis.DómsmálaráðuneytiðVor 2024Komið vel á veg
14. Kynna vistaskipti og starfsemi innan kerfis.


Embættin tryggi að ákærendur hafi kost á vistaskiptum um tiltekinn tíma milli embætta.
Lögregluembættin, héraðssaksóknari, ríkissaksóknariViðvarandiViðvarandi verkefni
15. Bæta tölfræði og upplýsingagagnsæi.


Samræmdar verði skráningar milli embætta. Skráning verði bætt í rauntíma.
Ríkislögreglustjóri Vor 2025Hafið
16. Gera úttekt á afgreiðslu kynferðisbrota innan kerfis.


Unnar verði úttektir á meðferð kynferðisbrota, einkum um:
Mat á eftirfylgni við lagabreytingar:
·     Á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga.
·     Samkvæmt breytingalögum nr. 61/2022.
Ástæður fyrir niðurfellingu mála hjá ákæruvaldi.
DómsmálaráðuneytiðHaust 2025Ekki hafið
17. Mælaborð birt á vef.

Sett verði upp mælaborð á vef Stjórnarráðsins þar sem verði hægt að fylgjast með framvindu aðgerðaáætlunarinnar. DómsmálaráðuneytiðJúlí 2024Lokið

Embætti skili dómsmálaráðuneytinu skýrslu um stöðu aðgerða og innleiðingu aðgerðaáætlunarinnar á sex mánaða fresti.DómsmálaráðuneytiðJúní 2024Lokið

Dómsmálaráðuneytið fundi með ábyrgðaraðilum aðgerða í kjölfar skýrsluskila. Reglulegt samráð hagsmunaaðila.Dómsmálaráðuneytið
Komið vel á veg
18. Tryggja endurmenntun og fræðslu.

Tryggð verði fræðsla á tímabili aðgerðaáætlunar fyrir lögreglu um einkenni áfallastreituröskunar, um öflun sönnunargagna / sönnunarmat í kynferðisbrotamálum, 194. gr. – samþykki, greiningu á barnaníðsefni og rannsókn og stöðu fatlaðs fólks í réttarkerfinu.Ríkislögreglustjóri Vor 2024Komið vel á veg

Tryggð verði fræðsla á tímabili aðgerðaáætlunar fyrir ákærendur um einkenni áfallastreituröskunar, um öflun sönnunargagna / sönnunarmat í kynferðisbrotamálum, 194. gr. – samþykki, greiningu á barnaníðsefni og rannsókn og stöðu fatlaðs fólks í réttarkerfinu.RíkissaksóknariVor 2024Komið vel á veg

Tryggð verði fræðsla á tímabili aðgerðaáætlunar fyrir dómara um einkenni áfallastreituröskunar, um öflun sönnunargagna / sönnunarmat í kynferðisbrotamálum, 194. gr. – samþykki, greiningu á barnaníðsefni og rannsókn og stöðu fatlaðs fólks í réttarkerfinu.DómstólasýslanVor 2024Komið vel á veg

Tryggð verði fræðsla á tímabili aðgerðaáætlunar fyrir réttargæslumenn um einkenni áfallastreituröskunar, um öflun sönnunargagna / sönnunarmat í kynferðisbrotamálum, 194. gr. – samþykki, greiningu á barnaníðsefni og rannsókn og stöðu fatlaðs fólks í réttarkerfinu.LögmannafélagiðVor 2024Komið vel á veg

Menntun og þjálfun fagaðila verði efld innan réttarvörslukerfis sem hafa með kynferðisbrot að gera og hvatar skapaðir innan þeirra starfshópa til að sækja sér aukna fræðslu og/eða viðhalda þekkingu.Ríkislögreglustjóri, ríkissaksóknari, lögmannafélagið, DómstólasýslanViðvarandiViðvarandi verkefni

Fest verði enn frekar í sessi svigrúm og hvatar fyrir dómara til að bæta við sig menntun og sækja sér endurmenntun.DómstólasýslanVor 2024Hafið
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta