Nánar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Skilgreiningu á hugtakinu peningaþvætti er að finna í 1. tl. 3. gr. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, með síðari breytingum. „Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutningi ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.“
Ávinningur er hvers kyns hagnaður og eignir hverju nafni sem nefnast, þ.m.t. skjöl sem ætlað er að tryggja rétthafa aðgang að eignum eða öðrum réttindum sem meta má til fjár, sbr. 3.tl. 3. gr. laga nr. 64/2006.
Fjármögnun hryðjuverka vísar til þess þegar fjár er aflað í þeim tilgangi eða með vitneskju um að nota eigi það til að fremja brot sem er refsivert skv. 100. gr. a – 100. gr. c almennra hegningarlaga.
Tilgangur laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka með því að skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra og tilkynna um það til bærra yfirvalda verði þeir varir við slíka ólögmæta starfsemi.
Financial Action Task Force - FATF
Ísland er aðili að FATF (e. Financial Action Task Force), alþjóðastofnun sem komið var komið á fót árið 1989. Upphaflega stóðu 15 ríki að þessu milliríkjasamstarfi en eru nú orðin 34 en Ísland gerðist aðili 1992. Stofnunin er staðsett í París. Hlutverk hennar er þríþætt; vinna gegn peningaþvætti (frá 1989), vinna gegn fjármögnun hryðjuverka (frá 2001) og vinna gegn fjármögnun útbreiðslu gereyðingarvopna (frá 2007, í tengslum við framkvæmd ályktana öryggisráðs SÞ).
Stýrihópur gegn peningaþvætti
Innanríkisráðherra skipaði stýrihóp gegn peningaþvætti í maí 2015. Hann er stjórnvöldum til ráðgjafar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá upplýsingar um stýrihópinn hér.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Gagnlegar krækjur
Frjáls félagasamtök
Frjáls félagasamtök sem berjast gegn spillingu:
Gagnlegar krækjur
Aðgerðir gegn brotastarfsemi
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.