Hoppa yfir valmynd

Aðgerðir gegn spillingu og mútubrotum

Íslensk stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegu samstarfi gegn spillingu og mútum. Liður í því samstarfi er að bregðast við tilmælum erlendis frá vegna innleiðingar alþjóðasamninga um aðgerðir á þessu sviði. Verkefni stjórnvalda lúta m.a. að undirbúningi lagasetningar og setningu leiðbeinandi reglna auk þátttöku í alþjóðlegu og innlendu samstarfi. Markmiðið er að stuðla að góðri stjórnsýslu og heilbrigðu atvinnulífi og sporna þannig gegn þeim skaða sem spilling veldur.

Ísland er aðili að GRECO, ríkjahópi gegn spillingu innan Evrópuráðsins, samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu. Stjórnvöld upplýsa þessar stofnanir reglulega um íslenska löggjöf, stjórnsýslu og annað sem máli skiptir svo hægt sé að leggja mat á frammistöðu Íslands og vinna að frekari úrbótum.

Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu (UN Convention against Corruption - UNCAC) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2003. Alþingi samþykkti aðild Íslands að samningnum árið 2010 og hann gekk í gildi hér á landi þann 1. mars 2011.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 26.9.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta