Hoppa yfir valmynd

Sjóður um innra öryggi, landamæri og vegabréfsáritanaútgáfu

Merki ISF



Sjóðurinn um innra öryggi, landamæri og vegabréfsáritanaútgáfu er hluti af fjárhagsramma Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2014-2020.

 Almennt markmið sjóðsins var að stuðla að því að tryggja hátt öryggisstig í Evrópusambandinu og greiða samtímis fyrir lögmætri för fólks með samræmdri og öflugri vörslu ytri landamæranna og skilvirkri afgreiðslu Schengen-vegabréfsáritana í samræmi við skuldbindingu sambandsins um að stuðla að mannfrelsi og mannréttindum. Til að ná þessu setti ESB markmið fyrir landamæravörslu og áritanir sem sjóðurinn skyldi stuðla að því að ná:

  • að styðja sameiginlega stefnu í málum er varða vegabréfsáritanir til að greiða fyrir lögmætri för fólks, veita umsækjendum um vegabréfsáritun mjög góða þjónustu, tryggja jafna meðferð ríkisborgara þriðju landa og sporna gegn ólöglegum innflutningi fólks,
  • að styðja samþætta landamærastjórnun, þ.m.t. að stuðla að frekari samræmingu ráðstafana sem tengjast landamærastjórnun í samræmi við sameiginlegar reglur Sambandsins og með upplýsingaskiptum milli aðildarríkja og milli aðildarríkja og Landamærastofnunar Evrópu, til að tryggja annars vegar samræmt og öflugt vörslu- og verndarstig ytri landamæranna, m.a. með því að sporna gegn ólöglegum innflutningi fólks, og hins vegar snurðulausa för yfir ytri landamærin í samræmi við Schengen-réttarreglurnar, jafnframt því að tryggja þeim sem þess þarfnast aðgang að alþjóðlegri vernd, í samræmi við skuldbindingar sem aðildarríkin hafa tekist á hendur á sviði mannréttinda, þ.m.t. meginregluna um að vísa fólki ekki aftur þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.

Fjármagn og fjármögnunarleiðir úr sjóðnum

Fjármagn úr sjóðnum
Styrkgreiðslur til verkefna sem Ísland gat sótt um fyrir tímabilið 2014 – 2020 nam 19.120.607,07 €. Ábyrga yfirvald sjóðsins er dómsmálaráðuneytið og er skrifstofa sjóðsins staðsett undir skrifstofu fjármála og rekstrar. Ríkisendurskoðun gegnir hlutverki endurskoðendayfirvalds.

Fjárframlög sem voru veitt á grundvelli landsáætlana voru í formi styrkja. Aðgerðir sem voru styrktar á grundvelli landsáætlana skyldu vera samfjármagnaðar af opinberum aðilum eða einkaaðilum og máttu ekki vera í hagnaðarskyni. Styrkurinn gat numið allt að 75% af aðstoðarhæfum heildarkostnaði verkefnisins, í einstaka tilfellum gat styrkur numið 90% þegar um er að ræða sértækar aðgerðir eða stefnumótandi forgangsverkefni. Útgjöld voru aðstoðarhæf ef styrkþegi stofnaði til þeirra á tímabilinu 1. janúar 2014 – 30. júní 2024.

Stofngerð sjóðsins - Reglugerð nr. 515/2014 kveður á um stofnun innri öryggissjóðs um landamæri og vegabréfsáritanir (ISF-B) og hefur að geyma sérreglur og markmið fyrir sjóðinn.

Umsókn um stuðning sjóðsins

Það var enginn formlegur umsóknarferill til þess að sækja um stuðning úr sjóðnum. Þau stjórnvöld sem fara með málefni landamæra og útgáfu áritana gátu ein sótt um stuðning til sjóðsins. Tillögur að nýjum verkefnum voru undirbúnar og forgangsraðað í dómsmálaráðuneytinu af sérfræðingum ráðuneytisins og þeirra stofnana sem fara með málefni landamæra og áritana.
Til þess að verkefni gat talist styrkhæft þurfti það að sýna fram á að stuðning við markmið og forgangsröðun sem kom fram í Landsáætlun Íslands fyrir landamærasjóðinn.

Landsáætlun Íslands

Hverju aðildarríki bar að skila inn landsáætlun fyrir árin 2014 – 2020, sem var forsenda fyrir úthlutun styrkja. Landsáætlun Íslands var samþykkt af framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins. Landsáætlunin fól í stuttu máli í sér lýsingu á grunnástandi í málefnum landamæra og vegabréfsáritanna, greiningu á þörfum og innlendum markmiðum og stefnuáætlun þar sem skilgreind voru þau markmið sem átti að ná með stuðningi úr sjóðnum.

Verkefni sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum

Almenn verkefni (75% styrkur frá sjóðnum 25% mótframlag frá styrkþega/ráðuneyti)

Heiti verkefnis

Styrkþegi

Lýsing verkefnis

Heildarkostnaður verkefnis

Vegabréfaörgjörvi noti SAC samskiptareglur

Þjóðskrá Íslands

Verkefnið snýst um að koma nýrri gerð örgjörva fyrir í nýjum vegabréfabókum og tryggja að framleiðslukerfi noti hann rétt.

29.200.000 kr.

SPOC

Þjóðskrá Íslands

Verkefnið snýst um að bæta öryggi við lestur vegabréfa með því að koma á samskiptakerfum sem miðla trausti á rafrænum hluta vegabréfanna og gera jafnframt kleift að heimila til þess bærum aðilum að lesa fingraför úr vegabréfum.

157.684.403 kr.

Vöktun EUROSUR „National Coordination Center“ / NCC Iceland

Landhelgisgæsla Íslands

Vöktun EUROSUR NCC / Landamærastöðvar vegna Schengen. Styrkurinn felst í því að kosta vöktun á NCC á Íslandi. Vöktunin fer fram hjá Aðgerðarsviði Landhelgisgæslu Íslands en tölvubúnaður stöðvarinnar er í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Kostað er eitt stöðugildi, 50% hjá Landhelgisgæslu Íslands og 50% hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

125.784.091 kr.

KEF-ABC Smart borders

Ríkislögreglustjóri

Uppsetning á 12 sjálfvirkum landamærahliðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið verkefnisins er að bæta gæði landamæraeftirlitsins, auka skilvirkni og afgreiðsluhraða og mæta hinum sívaxandi fjölda farþega sem fer  um Keflavíkurflugvöll. Samstarfsverkefni Isavia, Lögreglunnar á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra.

112.126.278 kr.

Menntun og þjálfun í landamæramálefnum (ISL-MÞL).

Ríkislögreglustjóri

Verkefninu er ætlað að útbúa heildstæða landsáætlun sem nær yfir þjálfun löggæsluaðila á sviði landamæramálefna. Einnig verður útbúið kennsluefni til þjálfunar, leiðbeinendur þjálfaðir og námskeið sett upp sett upp þar sem þjálfað verður samkvæmt námskrá fyrir þann hóp starfsmanna sem sinnir landamæraeftirliti og landamæragæslu.

56.390.127 kr.

Endurnýjun á tækjabúnaði fyrir landamæraeftirlit.

Ríkislögreglustjóri

Verkefninu er ætlað að endurnýja búnað sem fyrir er á landamærastöðvum til þess að framkvæma landamæraeftirlit. Auk þess nær verkefnið yfir uppsetningu á búnaði í öllum lögregluumdæmum sem hafa viðurkenndar landamærastöðvar í umdæminu.

156.762.982 kr.

Schengen rekstrarstuðningur

Ríkislögreglustjóri

Umfang á uppbyggingu, þróun og rekstri þeirra kerfa sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að halda til að uppfylla skilyrði Schengen samstarfsins er verulegt og ein stærsta áskorunin sem embætti ríkislögreglustjóra stendur frammi fyrir á sviði upplýsingatæknimála. Stafar sú áskorun fyrst og fremst af kröfu Evrópusambandsins um tvöföldun á rekstrarumhverfi tölvukerfa og uppsetningu, innleiðingu og rekstri nýrra kerfa (EES, ETIAS, Iteroperability) sem embættið leiðir. Innleiðing og rekstur þessara kerfa gerir kröfu um margvíslega sérhæfða þekkingu, aukna hugbúnaðarþróun, aukinn vélbúnað og fleiri upplýsingatæknikerfi í rekstrarumhverfi embættisins.

109.387.218 kr.

VIS rekstrarstuðningur

Útlendingastofnun

Tilgangur verkefnisins er að tryggja að rekstur N-VIS, landsbundna hluta upplýsingakerfisins um vegabréfsáritanir, sé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til rekstur kerfisins í íslensku regluverki sem og evrópsku. Þá er tilgangur verkefnisins einnig að mæta athugasemdum sem fram hafa komið, m.a. í Schengen úttekt 2017 og öryggisúttekt Persónuverndar árið 2018 og bregðast við villum og öðrum hnökrum við rekstur kerfisins.

38.730.725 kr.

Eurosur búnaður

Landhelgisgæsla Íslands

Koma upp EUROSUR skjá í stjórnstöð LHG, með það fyrir augum að uppfylla kröfur EU / Schengen úttektar.

3.685.651 kr.

Búnaðarkaup fyrir útgáfu vegabréfsáritana

Útlendingastofnun

Kaup á prentunum, blekhylkjum, fingrafaramiðlara, tölvum, skjáum, myndavélum og skilríkjaskanna.

4.879.597 kr.

VIS verklagsreglur

Útlendingastofnun

Árið 2018 gerði Persónuvernd öryggisúttekt á hinum íslenska hluta VIS- upplýsingakerfisins. Í kjölfarið bárust Útlendingastofnun tilmæli um úrbætur sem gera þurfti á öryggi kerfisins. Tilgangur verkefnisins var að unnir yrðu nauðsynlegir verkferlar, áætlanir og stefnur í kjölfar öryggisúttektarinnar.

3.501.157 kr.

EES búnaður

Ríkislögreglustjóri

Í þessari verkefnaáætlun er lögð áhersla á kaup á sjálfvirknibúnaði fyrir landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli.  Samhliða því að innleiða slíka búnað þá verður unnið að því að sjálfvirknivæða landamæraeftirlit með skilvirkni og öryggi að leiðarljósi.

312.464.339 kr.

Gagnaver 2

Ríkislögreglustjóri

Ísland varð að uppfylla kröfu eu-LISA um rekstraröryggi með því að taka í notkun annað gagnaver til að hýsa VIS-TAP SIS-TAP og NUI skápa vegna EES (sem verða áfram notaðir fyrir ETIAS). Eins þurfti að setja upp net- og öryggisbúnað RLS á sama stað auk þess að gera mögulegt að vista og vinna gögn í samskiptum við Schengen kerfi á nýjum stað. Samtals eru þetta 6 tölvuskápar staðsettir í Veðurstofu Íslands. Gagnasamböndum þurfti að koma upp á milli nýja og fyrra gagnavers sem og við umheiminn (Internet).

85.725.691 kr.

 

Innleiðing á komu og brottfararkerfi (EES) (100% styrkur)

Innleiðing á komu og brottfararkerfi (EES)
EES verkefnastjóri
EES ráðgjafaþjónusta
EES gæðastjórnun
Greining samþættingarlags
Undirbúningur á innleiðingu
EES hugbúnaðarsérfræðingur
EES rekstrarsérfræðingur
EES uppbyggingarstuðningur
Kiosk Pilot
Ríkislögreglustjóri
Innleiðing á EES samkvæmt reglugerð (ESB) 2017/2226 telst hluti af þróun á Schengen samstarfinu og því er Ísland skuldbundið til þess að innleiða gerðina.
Innleiðing á EES eru m.a. viðbrögð til þess að takast á við aukna öryggisógn og endurtekinna hryðjuverkaárása sem hafa m.a. beinst að grundvallargildum  Evrópusambandsins og samstarfsríkja Schengen samstarfsins.
Markmið verkefnisins er að ljúka innleiðingu á Komu- og brottfararkerfi (e. EES) reglugerð 2017/2226 á tilsettum tíma og ásættanlegum gæðum með aðstoð við verkefnastjórn undirverkþátta innleiðingar.

40.170.697 kr.

8.406.009 kr.

2.109.099 kr.

19.056.784 kr.

214.410.942 kr.

37.827.045 kr.

98.973.060 kr.

408.981.612 kr.

8.316.443 kr.

Breytingar á VIS vegna EES innleiðingar
VIS/EES - Reglugerð (EU) 2017/2226
Útlendingastofnun
Markmið verkefnisins er að Útlendingastofnun geti hlaðið upp, hlaðið niður, breytt, bætt og/eða eytt út gögnum og upplýsingum í hinu nýja kerfi EES (Entry Exit System).

25.080.937 kr.

Innleiðing á SIS Recast
SIS Hugbúnaðarvinna
SIS hugbúnaðarsérfræðingur
SIS ferðakostnaður
SIS vélbúnaður
Ríkislögreglustjóri
SIS kerfið er löggæslukerfi Schengen samstarfsins. Þar eru skráðar viðvaranir (e. alert) á einstakling og/eða hlut.  Íslenski hluti SIS kerfisins samanstendur af miðlægum hugbúnaði sem tengir okkur við miðlægan hluta kerfisins ásamt SIS biðlara, sem er notendahluti kerfisins.
Markmið verkefnisins er að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í reglugerðum EU 2018/1860, 2018/1861 og 2018/1862.  Reglugerðirnar taka við reglugerð EU 1987/2006.

89.698.317 kr.

36.617.318 kr.

401.946 kr.

24.596.904 kr.

 

Innleiðing á upplýsingakerfi Evrópusambandsins um forskráningu og heimild til ferðar (ETIAS) (100% styrkur)

ISL - ETIAS
Ríkislögreglustjóri
Að innleiða upplýsingakerfi Evrópusambandsins um forskráningu og heimild til ferðar inn á Schengen svæðið e. European Travel Information and Authorisation System (ETIAS) samkvæmt ákvæðum og kröfum reglugerðar (ESB) nr. 2018/1240.

283.238.160 kr.

 

 

Hafa samband 

Nánari upplýsingar um sjóðinn: [email protected]

Nánar um sjóðinn ávef Evrópusambandsins.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 18.12.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta