Hoppa yfir valmynd

Sjóður Evrópusambandsins um landamæri og áritanir 2021 – 2027

Sjóðurinn um landamæri og áritanir er hluti af fjárhagsramma Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2021-2027 og tekur við af sjóðnum um innra öryggi, landamæri og vegabréfsáritanaútgáfu sem var hluti af fjárhagsramma Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2014-2020.

Hlutverk sjóðsins er að tryggja öfluga og samþætta evrópska landamærastjórnun á ytri landamærum sambandsins, tryggja hátt innra öryggi innan sambandsins á sama tíma og staðinn er vörður um frjálst flæði fólks innan þess. Sjóðurinn mun leggja sitt af mörkum til að ná tveimur sérstökum markmiðum:

  • að styðja við samþætta evrópska landamærastjórnun, m.a. til að auðvelda lögmæta för yfir landamæri og koma í veg fyrir ólöglegar ferðir yfir landamæri,
  • að styðja við sameiginlega vegabréfsáritunarstefnu, tryggja samræmda nálgun að því er varðar útgáfu vegabréfsáritana og auðvelda lögmæt ferðalög.

Fjármagn og fjármögnunarleiðir úr sjóðnum 

Styrkir til verkefna, sem hægt er að sækja um fyrir tímabilið 2021 – 2027 nema u.þ.b. 24 m. evra. Framkvæmdavald Sjóðsins (e. managing authority) er staðsett á skrifstofu fjármála og rekstrar í dómsmálaráðuneytinu. Ríkisendurskoðun gegnir hlutverki endurskoðunaryfirvalds.

Fjárframlög sem eru veitt á grundvelli landsáætlana eru í formi styrkja. Aðgerðir sem eru styrktar á grundvelli landsáætlana skulu samfjármagnaðar. Styrkurinn getur numið allt að 75% af aðstoðarhæfum heildarkostnaði verkefnisins, í einstaka tilfellum getur styrkur numið 90% þegar um er að ræða sértækar aðgerðir eða stefnumótandi forgangsverkefni. Útgjöld eru aðstoðarhæf ef styrkþegi hefur stofnað til þeirra á tímabilinu 1. janúar 2021 – 31. desember 2029.

Tvær megin reglugerðir sem sjóðurinn vinnur eftir

Ísland gerir einnig viðbótarsamning við ESB um þátttöku Íslands í landamæra og áritunarsjóð ESB.

Umsókn um stuðning sjóðsins 

Þeir aðilar sem fara með málefni landamæra og útgáfu áritana geta ein sótt um stuðning til sjóðsins. Tillögur að nýjum verkefnum eru undirbúnar og forgangsraðað í dómsmálaráðuneytinu af sérfræðingum ráðuneytisins og þeirra aðila sem fara með málefni landamæra og áritana.

Til þess að verkefni teljist styrkhæf verða þau að sýna fram á að þau styðji þau markmið og forgangsröðun sem koma fram í Landsáætlun Íslands. Kostnaður verkefnisins er styrkhæfur ef stofnað hefur verið til hans frá 2021 til 2029.

Allar umsóknir um styrkveitingar eru svo teknar fyrir í eftirlitsnefnd sjóðsins.

Verkefni sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum: 

Verkefnisheiti
Styrkþegi

Áætlaður heildar kostnaður

Landamæraeftirlit með drónum 
Landhelgisgæsla Íslands

10.781.112

Landamærabílar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

130.931.805

Menntun og þjálfun í landamæramálefnum
Ríkislögreglustjóri

258.882.500

Aðgerðabátar
Landhelgisgæsla Íslands

110.000.000

Þekkingaryfirfærsla
Utanríkisráðuneytið

25.184.232

Umbætur á umsóknarsíðu
Utanríkisráðuneytið

30.325.673

Aðstaða fyrir landamæra- og tollverði á Rvk flugvelli
Isavia

37.450.000

Innra eftirlit og úttektir
Utanríkisráðuneytið

98.985.046

Bætt öryggi sendiskrifstofa
Utanríkisráðuneytið

39.241.844

Viðbrögð við álagstímabilum á sviði áritana
Utanríkisráðuneytið

117.720.340

Uppfærslur á tækniinnviðum sendiráða
Utanríkisráðuneytið

149.635.357

Tímabundinn stuðningur til að mæta auknu verkefnaálagi
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu

94.430.686

Tímabundinn stuðningur til að mæta auknu verkefnaálagi
Lögreglan á Norðurlandi Eystra

3.781.250

Skjalarannsóknartæki
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

19.431.522

SIS IO
Ríkislögreglustjóri

35.310.000

EES hugbúnaðarlausn hjá ÚTL
Útlendingastofnun

31.030.000

Tengslafulltrúi hjá Frontex
Ríkislögreglustjóri

92.558.546

Landamæraeftirlit með radsjárstöðvum
Landhelgisgæsla Íslands

154.395.650

EES búnaður á Akureyrarflugvöll
Ríkislögreglustjóri

75.649.000

Entry Exit gangsetning
Ríkislögreglustjóri

385.200.000

EUROSUR 2025-2029
Ríkislögreglustjóri

589.066.000

ETIAS innleiðing
Ríkislögreglustjóri

259.442.900

 

Hafa samband 

Nánari upplýsingar um sjóðinn: [email protected]

Nánar um sjóðinn á vef Evrópusambandsins.

Leiðbeiningar um sýnileika verkefna sem hljóta styrk úr sjóði Evrópusambandsins um landamæri og áritanir

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 12.12.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta