Hoppa yfir valmynd

Jarðhræringar

Ísland er eldfjallaland á flekamótum Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans sem liggja frá suðvestri til norðausturs og mynda gosbelti landsins. Á þessu svæði eru jarðskjálftar eru tíðir og eldgos algeng. Með jarðskjálftamælingum má fylgjast með hreyfingum í jarðskorpunni og meta þá hættu sem af þeim stafar. Mælingar hafa einnig forspárgildi í aðdraganda eldgosa.

Veðurstofa Íslands annast rauntímavöktun á jarðskjálftum, eldgosum, kvikuhreyfingum og jökul­hlaupum á Íslandi með rekstri landsnets jarðskjálfta- og GPS-mæla og kortleggur jarðskjálftavirkni landsins. Hún sendir út viðvaranir um þessa þætti þegar þörf krefur. Enn fremur safnar stofnunin upplýsingum um yfirstandandi eldgos og öskufall frá þeim þegar ástæða þykir til, og veitir viðbragðsaðilum og almenningi upplýsingar þar að lútandi.

Þá aflar Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands þekkingar um eðli jarðhræringa með grunnrannsóknum á ýmsum þeim ferlum sem eru sérstaklega virk á Íslandssvæðinu, s.s. í skorpu og möttli jarðar, í eldstöðvum og jarðhitasvæðum.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 31.5.2017
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta