Hoppa yfir valmynd

Ofanflóð

Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafa verið meðal verkefna stjórnvalda um áratuga skeið. Í kjölfar mannskæðra snjóflóða í Súðavík og á Flateyri árið 1995 var opinber stjórnsýsla ofanflóðavarna endurskipulögð en ný lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum litu dagsins ljós árið 1997. Við þá breytingu var Ofanflóðasjóður efldur til muna og Ofanflóðanefnd sett á laggirnar.

Ofanflóðanefnd hefur yfirumsjón með gerð hættumats og ákvarðanatöku varðandi byggingu varnarmannvirkja á íbúasvæðum sem stafar hætta af ofanflóðum og eru þær framkvæmdir fjármagnaðar af Ofanflóðasjóði.

Frá stofnun Ofanflóðanefndar hefur verið unnið markvisst að vörnum og öðrum aðgerðum til að auka öryggi byggðar í þeim sveitarfélögum landsins þar sem hætta er talin á ofanflóðum. Má þar nefna Snæfellsbæ, Súðavík, Seyðisfjörð, Bolungarvík, Fjallabyggð, Ísafjörð, Fjarðabyggð, Tálknafjörð og Vesturbyggð. Þessu starfi er ekki lokið og er enn unnið að gerð varnarvirkja á hættusvæðum víða um land.

Veðurstofa Íslands vaktar staðbundna hættu á ofanflóðum í þéttbýli, ásamt því að senda út almennar viðvaranir vegna snjóflóða. Þá aflar Náttúrufræðistofnun Íslands gagna um skriðuföll og hættu af þeirra völdum í samstarfi við Veðurstofuna.

 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 19.9.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta