Veðurþjónusta
Öflug veðurþjónusta er afar mikilvæg fyrir samfélagið, bæði vegna ýmis konar starfsemi og einnig fyrir einstaklinga. Þetta á m.a. við um skip á hafi úti, flug, landbúnað, ferðaþjónustu og samgöngur á landi. Viðvaranir vegna yfirvofandi veðurofsa eða annarra veðurskilyrða sem skapa hættu eru nauðsynlegar til þess að forðast slys og tjón á eignum.
Veðurstofa Íslands annast rauntímavöktun á veðri með rekstri veðurathugunarkerfa, veðurlíkana og úrvinnslu fjarkönnunargagna (háloftamælinga, ratsjár- og gervihnattagagna). Hún gefur út veðurlýsingar, veðurspár og viðvaranir um ýmsa þætti veðurs, bæði á landi og sjó. Þá veitir stofnunin veðurþjónustu við flug innan íslenska flugstjórnarsvæðisins.
Sjá einnig:
Lög
Gagnlegir tenglar
Veður og náttúruvá
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.