Fjárhagsaðstoð við líffæragjafa
Lög um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar tryggja líffæragjöfum tímabundna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna líffæragjafar.
Sá sem hefur verið í samfelldu starfi á innlendum vinnumarkaði í sex mánuði áður en hann verður óvinnufær vegna líffæragjafar getur átt rétt á tekjutengdum greiðslum. Er þá miðað við tekjuárið á undan því ári sem viðkomandi leggur niður launuð störf. Sá sem hefur verið í námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum áður en hann verður að gera hlé á námi vegna líffæragjafar getur átt rétt á fastri greiðslu.
Hámarksgreiðslutímabil er þrír mánuðir.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Tryggingastofnun
Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd fjárhagsaðstoðar við lifandi líffæragjafa.
Almannatryggingar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.