Öll með: Breytingar á örorkulífeyriskerfinu
Fram undan eru breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi.
Markmiðið er að bæta afkomu þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri, einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum, auka hvata til atvinnuþátttöku og gera örorkulífeyriskerfið gagnsærra og réttlátara.
Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustukerfa komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa.
Lögin sem Alþingi samþykkti í júní sl. vegna breytinganna taka gildi þann 1. september 2025.
Af hverju breytingar?
Hvaða breytingar eru fyrirhugaðar og hvað felst í þeim? Svör við því og fleiru til má lesa um í samantekt um breytingarnar. Markmiðið er einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi.
Kynningarfundur
Breytingarnar voru kynntar í beinni útsendingu úr Þjóðmenningarhúsinu. Þú getur horft á upptökuna í heild sinni hér á vefnum og fundið styttri vídeó hér neðar á síðunni.
Reiknivél
Í reiknivél á vefnum er hægt að bera saman hvað fólk fær í örorkulífeyri í núverandi greiðslukerfi og hvað það myndi fá í nýju greiðslukerfi. Við minnum á að lögin sem samþykkt voru í júní sl. taka gildi þann 1. september 2025.
Fréttir
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðBreytingar á örorkulífeyriskerfinu og hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris 11.09.2024
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðStarfshópur um málefni einhverfra fullorðinna tekur til starfa 09.09.2024
Grípum fólk snemma
Í nýja kerfinu er aukin áhersla lögð á samfellda þjónustu í tengslum við starfsendurhæfingu hjá fólki sem verður fyrir alvarlegum eða langvarandi heilsubresti. Markmiðið er að grípa fólk snemma og draga úr líkum á því að fólk hætti þátttöku á vinnumarkaði og fari á ótímabæra örorku með tilheyrandi tekjutapi til framtíðar fyrir viðkomandi.
Eftir breytingarnar verður fólki með mismikla getu til atvinnuþátttöku gert kleift að reyna fyrir sér á vinnumarkaði og bæta þar með afkomu sína kjósi það svo. Á sama tíma er markmiðið að halda sérstaklega utan um þau sem minnst hafa og eru með litlar líkur á atvinnuþátttöku.
Hjá Miðstöð um auðlesið mál getur þú séð frétt á auðlesnu máli um frumvarpsdrögin frá því að þau voru birt í samráðsgátt stjórnvalda
Lögin sjálf
Viltu lesa lögin sjálf? Þau má nálgast á vef Alþingis. Við höfum enn fremur tekið saman margvíslegt kynningarefni um breytingarnar og á vef Tryggingastofnunar getur þú líka nálgast ítarlegar upplýsingar.
Yfirlýsing um samstarf þjónustukerfa
Heildstæð nálgun, samvinna kerfa og samfella í þjónustu verða leiðarstefin í endurhæfingu fólks samkvæmt viljayfirlýsingu sem hefur verið undirrituð.
Frétt um breytingarnar
Alþingi samþykkti í júní 2024 lög sem fela í sér breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Í frétt af þessu tilefni kom fram að leiðarljósið væri stuðla að bættum kjörum, meira öryggi og vellíðan fólks.
Almannatryggingar
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.