Lífeyrissparnaður
Lífeyrissparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður)
Lífeyrissparnaður er í daglegu tali oft nefndur viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður. Launamenn á aldrinum 16–70 ára geta gert sérstakan samning um lífeyrissparnað við bankastofnun, verðbréfafyrirtæki, líftryggingafélag eða lífeyrissjóð vegna iðgjalda til séreignar eða viðbótartryggingaverndar. Lífeyrissparnaður getur farið inn á bundinn reikning eða til kaupa á sparnaðartryggingu. Banki getur þannig, svo dæmi sé tekið, boðið upp á bundinn innlánsreikning og verðbréfafyrirtæki stofnað verðbréfasjóð vegna slíks sparnaðar. Viðbótartryggingavernd getur bæði byggst á lífeyrissparnaði skv. II. kafla og samtryggingu skv. III. kafla laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Vörsluaðilar lífeyrissparnaðar
Skrá yfir aðra en lífeyrissjóði, sem hafa fengið staðfestingu fjármálaráðuneytis á reglum um viðbótartryggingavernd og séreignasparnað, sbr. 10. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er að finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.
Lífeyrismál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.