Ferðaþjónusta
Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hér á landi hefur aukist til muna samhliða hröðum vexti greinarinnar. Með auknum fjölda ferðamanna hafa tekjur þjóðarbúsins aukist og ný störf skapast í landinu. Spáð er áframhaldandi vexti í komum erlendra ferðamanna til Íslands. Hröðum vexti fylgja miklar áskoranir en í greininni felast mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar.
Starfsemi stjórnvalda á sviði ferðamála er víðtæk enda er atvinnugreinin í eðli sínu mjög víðfeðm og snertir mörg svið mannlegra athafna. Þannig koma öll ráðuneyti að ferðamálum með einum eða öðrum hætti. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar ber ábyrgð á ferðaþjónustu sem atvinnugrein. Sú starfsemi sem fellur undir atvinnuvega –og nýsköpunarráðuneytið er m.a. starfsemi Ferðamálastofu, Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Stjórnstöðvar ferðamála auk rannsókna á sviði ferðamála og markaðs - og kynningarmála ferðaþjónustunnar. Ýmiss konar önnur starfsemi sem tengist ferðaþjónustu fellur undir málefnasvið sem heyra undir önnur ráðuneyti, s.s. málefni þjóðgarða og friðlýstra svæða, löggæsla og vegagerð.
Ferðaþjónusta
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Lykilaðilar
Áhugaverðir tenglar
Fréttir
- Menningar- og viðskiptaráðuneytiðSamið um stuðning við jarðvanga Íslands: Einstök svæði á heimsvísu 15. 10. 2024
- Menningar- og viðskiptaráðuneytiðFjárlagafrumvarp 2025: Nýrri ferðamálastefnu komið í framkvæmd10. 09. 2024
- Fjármála- og efnahagsráðuneytiðNýjar tölur um greiðslukortaveltu staðfesta þrótt í ferðaþjónustu og einkaneyslu21. 08. 2024
- Menningar- og viðskiptaráðuneytiðFerðamálastefna samþykkt á Alþingi: Áhersla á sjálfbærni og samkeppnishæfni 21. 06. 2024
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.