Hoppa yfir valmynd

Ferðaþjónustustefna til 2030

Ferðaþjónustan er ein af stærstu útflutningsgreinum landsins og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahagslegs og samfélagslegs jafnvægis. Í því felst að ferðaþjónustan sé arðsöm og samkeppnishæf í sátt við land og þjóð.

 

 


Í uppfærðum stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 eru 12 áherslur sem deilast á lykilstoðirnar fjórar; efnahag, samfélag, umhverfi og gesti. Aðgerðaáætlunin mun fylgja eftir þeirri framtíðarsýn, markmiðum og áherslum sem koma fram í ferðaþjónustustefnu til 2030. Stefnt er að því að leggja fram nýja ferðaþjónustustefnu til ársins 2030 ásamt aðgerðaáætlun fyrir á vorþingi 2024.

Megininntak stefnunnar er sjálfbærni á öllum sviðum, samkeppnishæfni og ávinning samfélagsins um allt land. Áfram verður lögð áhersla á öflun áreiðanlegra gagna og innviðauppbyggingu ásamt aðgerðum sem miða að því að dreifa ferðamönnum víðar um landið og yfir allt árið. Einnig að auka öryggi, stuðla að öruggri ferðahegðun og jákvæðri upplifun gesta samhliða því að leita leiða til að bæta rekstrarskilyrði greinarinnar hér á landi.

Þá voru drög að ítarlegri markmiðum og mælikvörðum unnir í tengslum við stefnuna. Áfram verður unnið með útfærslu mælikvarða og viðmiða samhliða yfirstandandi vinnu við aðgerðaáætlun.

 

Uppfærsla á stefnuramma íslenskrar ferðaþjónustu

Í janúar 2019 var skipaður stýrihópur sem hafði það hlutverk að setja fram drög að framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Verkefnið var unnið í samvinnu fulltrúa frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum ferðaþjónustunnar og Stjórnstöð ferðamála.

Uppfærsla haustið 2022

Kallaður var til sami hópur og kom að vinnunni árið 2019 ásamt hópi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti auk ráðgjafa frá Deloitte sem stýrðu vinnunni og veittu ráðgjöf á meðan henni stóð.

Verkefnið var eftirfarandi:

  • Meta ánægju með þá vinnu sem unnin var 2019 og sátt með afurðina sem kom út vinnunni
  • Fara yfir það sem sett var fram og meta hvort og þá hvaða breytingar mætti gera til umbóta í uppfærðum stefnuramma fyrir íslenska ferðaþjónustu
  • Taka mið af þróun frá 2019, áherslum í stjórnarsáttmála, alþjóðlegum straumum og stefnum ásamt áherslum í nýlegum stefnum stjórnvalda.

Þátttakendur

Samtök ferðaþjónustunnar
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF

Ferðamálastofa
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri

Samband Íslenskra sveitarfélaga
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði og velferðarsviðs

Menningar- og viðskiptaráðuneyti
Ingvi Már Pálsson
Sunna Þórðardóttir
María Reynisdóttir
Daníel Svavarsson
Jóhanna Hreiðarsdóttir

Deloitte
Hildur Grétarsdóttir
Björgvin Ingi Ólafsson

Síðast uppfært: 21.8.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta