Heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónusta
Hlutverk starfshópsins „Heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónusta“ er að fara yfir fyrirliggjandi gögn, safna saman ólíkum sjónarmiðum og ábendingum, vinna úr þeim og skila til stýrihóps 4-5 útfærðum tillögum að aðgerðum innan síns sviðs í takt við áherslur sem koma fram í uppfærðum stefnuramma sem myndar grunn að Ferðamálastefnu 2030.
Á meðal þess sem hópurinn hefur til umfjöllunar er:
- Baðstaðir
- Gisting
- Veitingar
- Ráðstefnur
- Fágætisferðir
Miðað er við að hver starfshópur fundi reglulega og fundi meðal annars með helstu haghöfum sem umræddir áherslupunktar varða. Formenn starfshópa funda reglulega með stýrihópi verkefnisins um framgang innan starfshópsins og samræmingu.
Skipan hópsins
Formaður: Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs-, og vöruþróunarsviðs hjá Bláa lóninu
Sigurjóna Sverrisdóttir, Meet in Reykjavík
Haukur Sigmarsson, Eleven Experience
Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland
Skúli Gunnar Sigfússon, Subway (tilnefndur af SVEIT)
Hildur Ómarsdóttir, aðstoðarforstjóri Berjaya (tilnefnd af FHG)
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (tilnefnd af SAF)
Katrín Ósk Stefánsdóttir, Borg Restaurant (tilnefnd af SAF)
Þuríður Halldóra Aradóttir, Markaðsstofu Reykjaness (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitafélaga)
Með hópnum starfa:
Anna Katrín Einarsdóttir, ráðgjafi RATA
Þórarinn Örn Þrándarson, menningar- og viðskiptaráðuneytið
Tímalína
Gagnasafn
Ferðaþjónustustefna til 2030
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.