Rannsóknir og nýsköpun
Hlutverk starfshópsins „Rannsóknir og nýsköpun“ er að fara yfir fyrirliggjandi gögn, safna saman ólíkum sjónarmiðum og ábendingum, vinna úr þeim og skila til stýrihóps 4-5 útfærðum tillögum að aðgerðum innan síns sviðs í takt við áherslur sem koma fram í uppfærðum stefnuramma sem myndar grunn að Ferðamálastefnu 2030.
Meðal þess sem hópurinn hefur til umfjöllunar er:
- Gagnaöflun
- Nýting gagna
- Mælaborð
- Sjóðir og styrkjaumhverfi (nýsköpunarsjóður)
- Stafræn umbreyting
- Rannsóknir í ferðaþjónustu
- Ferðaþjónustureikningar niður á landshluta
- Umhverfistölfræði tengd ferðaþjónustu
Miðað er við að hver starfshópur fundi reglulega og fundi meðal annars með helstu haghöfum sem umræddir áherslupunktar varða. Formenn starfshópa funda reglulega með stýrihópi verkefnisins um framgang innan starfshópsins og samræmingu.
Skipan hópsins
Formaður: Már Másson, framkvæmdastjóri Fossfall ráðgjöf
Jakob Rolfsson, fv. forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs Ferðamálastofu
Sverrir Steinn Sverrisson, Godo
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Rannsóknarmiðstöð ferðamála
Arndís Vilhjálmsdóttir, Hagstofa Íslands
Vilborg Helga Júlíusdóttir, ráðgjafi (tilnefnd af SAF)
Bárður Örn Gunnarsson, Lava Centre og Svartitindur (tilnefndur af SAF)
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Markaðssstofu Suðurlands (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitafélaga)
Með hópnum starfa:
Hafdís Huld Björnsdóttir, ráðgjafi RATA
Ingvi Már Pálsson, menningar- og viðskiptaráðuneytið
Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá Ferðamálastofu
Tímalína
Gagnasafn
Ferðaþjónustustefna til 2030
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.