Hoppa yfir valmynd

Samkeppnishæfni og verðmætasköpun

Hlutverk starfshópsins „Samkeppnishæfni og verðmætasköpun“ er að fara yfir fyrirliggjandi gögn, safna saman ólíkum sjónarmiðum og ábendingum, vinna úr þeim og skila til stýrihóps 4-5 útfærðum tillögum að aðgerðum innan síns sviðs í takt við áherslur sem koma fram í uppfærðum stefnuramma sem myndar grunn að Ferðamálastefnu 2030.

Meðal þess sem hópurinn hefur til umfjöllunar er:

  • Fyrirkomulag gjaldtöku, álagsstýring
  • Jafnari dreifing ferðamanna yfir árið og um landið
  • Þjóðhagsleg áhrif ferðaþjónustu
  • Hagnýting náttúruauðlinda
  • Rekstrarumhverfi
  • Leyfisveitingar
  • Eftirlit með ólöglegri starfsemi
  • Arðsemi/framleiðni ferðaþjónustu
  • Skattspor ferðaþjónustu
  • Markaðssetning, ímynd og orðspor
  • Markviss sókn á verðmæta markaði (markhópar)
  • Þróun deilihagkerfis

Miðað er við að hver starfshópur fundi reglulega og fundi meðal annars með helstu haghöfum sem umræddir áherslupunktar varða. Formenn starfshópa funda reglulega með stýrihópi verkefnisins um framgang innan starfshópsins og samræmingu. 

Skipan hópsins

Formaður: Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu
Sólrún Halldóra Þrastardóttir, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu
Skarphéðinn Berg Steinarsson, f.v. ferðamálastjóri og rekstraraðili í ferðaþjónustu
Ragnar Árnason, hagfræðingur
Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður FHG
Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri Icelandair
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF, Katla-DMI ((tilnefnd af SAF))
Inga Dís Richter, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Icelandia (tilnefnd af SAF)
Alda Marín Kristinsdóttir, Austurbrú (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitafélaga)

Með hópnum starfa:

Hafdís Huld Björnsdóttir, ráðgjafi RATA
Jóhanna Hreiðarsdóttir, menningar- og viðskiptaráðuneytið
Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF

Starfshópurinn Samkeppnishæfni og verðmætasköpun hefur fundað með eftirtöldum aðilum: 

  • Íslandsstofa
  • Cruise Iceland
  • Svanbjörn Thoroddsen, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG

Tímalína

 

Gagnasafn

 
Síðast uppfært: 25.1.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta