Hoppa yfir valmynd

Búfjárrækt

Um búfjárrækt er fjallað í ákvæðum búnaðarlaga nr. 70/1998. Markmið búfjárræktar er að stuðlað sé að framförum í íslenskri búvöruframleiðslu, samkeppnihæfni landbúnaðar sé aukin með skipulegu kynbótastarfi og bættri fóðrun sem stuðlar að framförum í búfjárframleiðslu. Taka skal mið af skuldbindingum Íslands um varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni. Bændasamtök Íslands bera ábyrgð á kynbótamati á grundvelli kynbótaskýrsluhalds fyrir hverja búgrein. Samtökin í samráði við fagráð viðkomandi búgreinar mótar reglur um kynbótaskýrsluhald. Þá hafa ræktunarstöðvar fyrir búfé það hlutverk að ræktaðir séu með úrvali eða innflutningi erfðaefnis þeir eiginleikar sem taldir eru eftirsóknarverðir.

Erfðanefnd landbúnaðarins 

Erfðanefnd landbúnaðarins gegnir mikilvægu hlutverki vegna varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði. Helstu verkefni nefndarinnar eru að:

  • Annast samráð innan lands um varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði,
  • hvetja til rannsókna á sviði erfðaauðlinda í landbúnaði,
  • stuðla að miðlun þekkingar um erfðaauðlindir og gildi þeirra, jafnt með kennslu sem upplýsingagjöf til almennings,
  • veita hagsmunaaðilum og stjórnvöldum ráðgjöf um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði og
  • annast samskipti við erlenda aðila á þessu sviði í samstarfi við tengiliði Íslands hjá alþjóðastofnunum.

Matvælaráðherra skipar nefndina samkvæmt 16. gr. búnaðarlaga. Í nefndina eru skipaðir sjö menn og jafnmargir til vara til þriggja ára í senn. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en tveir menn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Landbúnaðarháskóla Íslands ásamt einum fulltrúa tilnefndum af Bændasamtökum Íslands, einum fulltrúa tilnefndum af Landi og skógi, einum fulltrúa tilnefndum af Hafrannsóknarstofnun og einum fulltrúa tilnefndum af Náttúrufræðistofnun Íslands. Nánar er kveðið á um verkefni nefndarinnar í reglugerð.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 18.1.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta