Búvörusamningar
Mælt er fyrir um gerð búvörusamninga í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Samningarnir eru gerðir milli íslenska ríkisins og Bændasamtaka Íslands.
Í samningunum er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara en það eru m.a. afurðir nautgripa, sauðfjár, hrossa, svína, alifugla og loðdýra, aðrar nytjajurtir og afurðir hlunninda. Þá er í samningunum kveðið á um framlög til landbúnaðarins.
Í samningunum er m.a. fjallað um:
- Þróun nýrra framleiðsluhátta og nýrra greina landbúnaðarins.
- Framfarir, aukna hagkvæmni í framleiðslu á búvörum og samkeppnishæfni landbúnaðar.
- Vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur.
- Hvernig tryggt verði nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, nýttir verði sölumöguleikar búvara erlendis og innlend aðföng til framleiðslu búvara með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu.
- Jöfnuð milli framleiðenda í hverri búgrein og einnig að kjör þeirra sem stunda landbúnað sé í samræmi við kjör annarra starfstétta.
Samningarnir eru gerðir til tíu ára í senn en eru endurskoðaðir tvisvar á gildistíma samninganna þar sem litið er til þess hvort markmið samninganna hafi náðst og lagt á það mat hvort nauðsynlegt sé að gera breytingar miðað við þá reynslu sem komin er á framkvæmd samninganna.
Styrktarflokkar til framleiðenda
Framkvæmd búvörusamninga
Ráðuneytið annast framkvæmd búvörusamninga. Um nánari útfærslu samninganna er fjallað í reglugerðum sem settar eru með stoð í búvöru- og búnaðarlögum.
Helstu breytingar í samkomulaginu eru að hægt verður á niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjárrækt sem helst þannig óbreytt frá árinu 2024 og út gildistíma samninga eða til 31. desember 2026. Þá eru gerðar minni háttar breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. Einnig eru gerðar breytingar á rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar þar sem m.a. er kveðið á um að óráðstöfuðu fjármagni sem ætlað er til aðlögunar að lífrænni framleiðslu verði ráðstafað í samræmi við aðgerðaáætlun til eflingar lífrænni ræktun. Breytingunum er jafnframt ætlað að efla fjölbreyttari ræktun.
Samkomulag um breytingar á starfsskilyrðum framleiðenda garðyrkjuafurða frá 14. maí 2020
Samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar frá 25. október 2019
Samkomulag um breytingar á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar frá 11. janúar 2019
Samkomulag um breytingar á samningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins frá 19. febrúar 2016
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Búvörusamningarnir
Ensk þýðing á búvörusamningunum:
Aðilar sem koma að framkvæmd búvörusamninganna
Nefndir
Landbúnaður
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.