Framkvæmdanefnd búvörusamninga
Framkvæmdanefnd búvörusamninga er skipuð samkvæmt 31. gr. búvörulaga og starfar samkvæmt þeim lögum og ákvæðum búnaðarlaga. Í nefndinni sitja sex menn, tveir fulltrúar eru tilnefndir af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einn er tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra og þrír tilnefndir af Bændasamtökum Íslands.
Nefndin er samráðsvettvangur aðila búvörusamninga og er nefndin til ráðgjafar fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við framkvæmd búvörusamninga. Einnig hefur nefndin heimildir samkvæmt búvörulögum að færa til framlög milli einstakra samningsliða og ákvarða greiðslutilhögun framlaga.
Ákvarðanir nefndarinnar eru endanlegar á stjórnsýslustigi. Fundargerðir nefndarinnar og ákvarðanir eru birtar opinberlega.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Búvörusamningarnir
Ensk þýðing á búvörusamningunum:
Helstu aðilar sem koma að framkvæmd búvörusamninganna
Framkvæmdanefndin
Landbúnaður
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.