Styrktarflokkar til framleiðenda garðyrkjuafurða
Garðyrkja
Beingreiðslur A eru greiddar til framleiðenda út á eigin framleiðslu á tómötum, gúrkum og papriku. Framlög samkvæmt fjárlögum hvers árs skiptast upp eftir áðurnefndum tegundum og greiðast til framleiðenda miðað við selt magn af þessum afurðum. Skipting beingreiðslna A milli afurða er þannig að 49% renna til framleiðslu á tómötum, 27% til framleiðslu á gúrkum og 14% til framleiðslu á papriku. Nánari leiðbeiningar um útreikning beingreiðslna A á afurðareiningar er að finna í 14. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju. Hámarksstuðningur til hvers framleiðanda vegna beingreiðslna A má ekki nema meira en 10% af heildarbeingreiðslum A sem til ráðstöfunar eru á viðkomandi rekstrarári samkvæmt fjárlögum sbr. 6. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Beingreiðslur A fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Réttur til beingreiðslna A er bundinn við handhafa og framsal þeirra er óheimilt. Einnig er skilyrði fyrir beingreiðslum A að framleiðandi uppfylli skilyrði 22. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju, um fullnægjandi skil á skýrsluhaldi.
Þá skal handhafi beingreiðslna A senda mánaðarlega inn þær upplýsingar og gögn sem kveðið er á um í 20. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju. Hver framleiðandi sem hlotið hefur beingreiðslu A skal jafnframt senda ráðuneytinu rafrænt, fyrir 15. febrúar ár hvert, heildaruppgjör fyrir árið staðfest af löggiltum endurskoðanda sbr. 21. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.Beingreiðslur B eru greiddar til framleiðenda út á eigin framleiðslu ylræktartegunda. Framlög samkvæmt fjárlögum hvers árs skiptast jafnt milli tegunda eftir fermetrafjölda gróðurhúsa og/eða ræktunarrými sveppa að grunnfleti og greiðast til framleiðenda miðað við fjölda fermetra að grunnfleti sem nýttur er til ræktunar á afurðum sem eru ætlaðar til sölu. Forsenda greiðslna er að ræktun fari fram í a.m.k. níu mánuði á almanaksári. Og skal ræktun stunduð að lámarki á 250 fm. á ársgrundvelli. Nánari leiðbeiningar um útreikning beingreiðslna B er að finna í 16. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju. Hámarksstuðningur til hvers framleiðanda vegna beingreiðslna B má ekki nema meira en 10% af heildarbeingreiðslum B sem til ráðstöfunar eru á viðkomandi rekstrarári samkvæmt fjárlögum sbr. 6. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Beingreiðslur B fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Réttur til beingreiðslna B er bundinn við handhafa og framsal þeirra er óheimilt. Einnig er skilyrði fyrir beingreiðslum B að framleiðandi uppfylli skilyrði 22. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju, um fullnægjandi skil á skýrsluhaldi.
Þá skal handhafi beingreiðslna B senda mánaðarlega inn þær upplýsingar og gögn sem kveðið er á um í 20. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju. Hver framleiðandi sem hlotið hefur beingreiðslu B skal jafnframt senda ráðuneytinu rafrænt, fyrir 15. febrúar ár hvert, heildaruppgjör fyrir árið staðfest af löggiltum endurskoðanda sbr. 21. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.Beingreiðslur vegna flutnings- og dreifikostnaðar raforku eru greiddar til niðurgreiðslu á flutnings- og dreifikostnaði raforku framleiðanda garðyrkjuafurða. Framlög til þessara beingreiðslna samkvæmt fjárlögum hvers árs skiptast jafnt á heildarkostnað allra handhafa beingreiðslna vegna flutnings- og dreifikostnaðar raforku.
Framleiðandi þarf að uppfylla skilyrði 17. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju, til að fá beingreiðslur vegna flutnings- og dreifingarkostnaðar.
Leiðbeiningar um hámark þessara beingreiðslna og útreikning er að finna í 18. og 19. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju. Hámarksstuðningur til hvers framleiðanda má þó ekki nema meira en 17,5% af þeirri heildarfjárhæð sem til ráðstöfunar er á viðkomandi rekstrarári samkvæmt fjárlögum sbr. 6. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Beingreiðslur vegna flutnings- og dreifikostnaðar raforku fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Réttur til beingreiðslna vegna flutnings- og dreifikostnaðar raforku er bundinn við handhafa og framsal þeirra er óheimilt. Einnig er skilyrði fyrir þessum beingreiðslum að framleiðandi uppfylli skilyrði 22. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju, um fullnægjandi skil á skýrsluhaldi.
Þá skal handhafi beingreiðslna vegna flutnings- og dreifikostnaðar raforku senda mánaðarlega inn þær upplýsingar og gögn sem kveðið er á um í 20. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju. Hver framleiðandi sem hlotið hefur beingreiðslu vegna flutnings- og dreifikostnaðar raforku skal jafnframt senda ráðuneytinu rafrænt, fyrir 15. febrúar ár hvert, heildaruppgjör fyrir árið staðfest af löggiltum endurskoðanda sbr. 21. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Hægt er að sækja árlega um styrk til jarðræktar þ.e. vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis. Rafrænni umsókn skal skilað til ráðuneytisins eigi síðar en 15. ágúst ár hvert vegna ræktunar á yfirstandandi ári. Frekari leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að hljóta styrk er að finna í 34. og 35. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Hámarksstuðningur til hvers framleiðanda vegna jarðræktarstyrks má ekki nema meira en 10% af þeirri heildarfjárhæð sem til ráðstöfunar er á viðkomandi rekstrarári samkvæmt fjárlögum sbr. 6. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Jarðræktarstyrk fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Í 23. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju, er kveðið á um greiðslu framlaga til kynbótaverkefna í garðyrkju. Framkvæmdanefnd búvörusamninga gerir tillögum um þau til ráðherra að fenginni ráðgefandi umsögn fagráðs í garðyrkju. Upplýsingar um ráðstöfun fjármunanna er að finna í fundargerðum framkvæmdanefndarinnar sem birtar eru á vef matvælaráðuneytisins.
Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju, og hafa byrjað lífræna aðlögun undir eftirliti faggiltrar vottunarstofu í samræmi við gildandi reglugerð um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða og merkingar, geta sótt um stuðning til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum. Frekari leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að hljóta stuðning er að finna í 24.-27. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Styrkir eru veittir tvisvar á ári vegna þróunarverkefna sem ætlað er að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í garðyrkju. Þau verkefni sem eru styrkhæf eru ráðgjafaverkefni, kynningarverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni og endurmenntunarverkefni. Frekari leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að hljóta stuðning er að finna í 28.-33. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju.
Styrktarflokkar til framleiðenda
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.