Styrkir skv. rammasamningi
Önnur verkefni
Í 5. gr.reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað, er kveðið á um ráðstöfun framlaga til kynbótaverkefna sem skiptast í framlög til ræktunarverkefna og einangrunarstöðva. Bændasamtök Íslands ráðstafa þessum framlögum og skulu árlega skila yfirliti yfir þá ráðstöfun til ráðuneytisins.
Jarðræktarstyrkur er veittur ár hvert og skila skal umsóknum inn í rafrænt umsóknarkerfi fyrir 1. október en beri 1. október upp á helgi eða almennum frídegi framlengist umsónarfrestur fram að miðnætti næsta virka dag sbr. 6. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Jarðræktarstyrk fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru jafnframt fullnægjandi skil á skýrsluhaldi skv. 11. gr. reglugerðarinnar og að farið hafi fram úttekt skv. 12. gr. reglugerðarinnar.
Jarðræktarstyrkjum skal varið til nýræktar og endurræktunar á túnum, kornræktar og ræktunar annarra fóðurjurta. Uppskera er forsenda fyrir jarðræktarstyrk. Frekari upplýsingar um hvað teljist styrkhæf ræktun, leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn auk þeirra skilyrði sem þarf að uppfylla til að hljóta stuðning er að finna í 7. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað . Í 9. gr. reglugerðarinnar er að finna reglur um takmörkun á framlögum en þar segir m.a. að framleiðandi geti ekki fengið framlög samkvæmt 7. gr. um jarðræktarstyrki og 8. gr. um landgreiðslur fyrir sömu spildur á sama ári.
Styrkir vegna ágangs álfta og gæsa eru í formi álags á jarðræktarstyrki ef þessir fuglar valda tjóni á nýræktun. Þeir eru veittir ár hvert og skila skal umsóknum inn í rafrænt umsóknarkerfi fyrir 20. október sbr. 6. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Styrk vegna ágangs álfta og gæsa fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru jafnframt fullnægjandi skil á skýrsluhaldi skv. 11. gr. reglugerðarinnar og að farið hafi fram úttekt skv. 12. gr. reglugerðarinnar.
Greiddur er stuðningur skv. 8. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað, vegna ágangs álfta og gæsa á nýrækt og endurrækt á túnum, kornrækt og rækt annarra fóðurjurta. Frekari leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn auk þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að hljóta stuðning er að finna í 10. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Landgreiðslur eru styrkur sem er veittur ár hvert og skila skal umsóknum inn í rafrænt umsóknarkerfi fyrir 1. október sbr. 6. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Landgreiðslur fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru jafnframt fullnægjandi skil á skýrsluhaldi skv. 11. gr. reglugerðarinnar og að farið hafi fram úttekt skv. 12. gr. reglugerðarinnar.
Landgreiðslum skal ráðstafa á ræktað land sem uppskorið er til fóðuröflunar og framleiðenda er heimilt að nýta. Framlög eru ekki greidd út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Frekari leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn auk þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að hljóta stuðning er að finna í 8. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Í 9. gr. reglugerðarinnar er að finna reglur um takmörkun á framlögum en þar segir m.a. að framleiðandi geti ekki fengið framlög samkvæmt 7. gr. um jarðræktarstyrki og 8. gr. um landgreiðslur fyrir sömu spildur á sama ári.
Ráðuneytið ráðstarfar fjármunum til nýliðunarstuðnings. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Nýliðunarstuðning fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Frekari leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn auk þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að hljóta stuðning er að finna í IV. kafla ofangreindrar reglugerðar.Ráðuneytið ráðstafar fjármunum til stuðnings til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum. Markmið stuðningsins er að aðstoða framleiðendur við að uppfylla þær kröfur sem lífræn búvöruframleiðsla hefur í för með sér og auka framboð slíkra vara á markaði. Þetta er ætlað öllum öðrum greinum en garðyrkju.
Aðlögunarstuðning fá þeir framleiðendur einir sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. Skilyrði fyrir veitingu styrks eru einnig þau að framleiðendur hafi byrjað lífræna aðlögun í landbúnaði undir eftirliti faggildrar vottunarstofu í samræmi við gildandi reglugerð um lífræna framleiðslu landbúnaðarafurða. Fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í þeim búgreinum sem við eiga hverju sinni eru jafnframt skilyrði fyrir stuðningi.
Frekari leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn auk þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að hljóta aðlögunarstuðning að lífrænum framleiðsluháttum er að finna í V. Kafla ofangreindrar reglugerðar.Eigendur geitfjár sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað eiga rétt á gripagreiðslum fyrir skrá geitfé samkvæmt Bústofni. Frekari upplýsingar um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til hljóta gripagreiðslur er að finna í 23. gr. ofangreindrar reglugerðar.
Álag á fiðu er greitt fyrir fiðu sem unnin er af vottunaraðila sem ráðuneytið staðfestir. Sá aðili skal skila gögnum til ráðuneytisins um magn unninnar fiðu einstakra framleiðenda eigi síðar en 15. nóvember. Ráðuneytið skal greiða álag á unna fiðu til framleiðanda fyrir lok hvers árs sbr. 24. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Álag á framleiðslu geitamjólkur er greitt fyrir þá lítra mjólkur sem eru innvegnir af aðilum sem hafa leyfi til mjólkurvinnslu. Sá aðili skal skila gögnum til ráðuneytisins um magn innveginnar mjólkur einstakra framleiðenda eigi síðar en 15. nóvember. Ráðuneytið skal greiða álag á framleiðslu geitamjólkur til framleiðanda fyrir lok hvers árs sbr. 25. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Ráðuneytið skal greiða framlög samkvæmt framlögðum reikningi og samningi Geitfjárræktarfélags Íslands við sæðingastöð um geymslu á sæði, töku á sæði og tækjabúnað sbr. 26. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Styrkir eru veittir tvisvar á ári vegna þróunarverkefna sem ætlað er að styðja við kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í nautgriparækt og sauðfjárrækt. Í nautgriparækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og þróunarverkefni. Í sauðfjárrækt eru styrkhæf þau verkefni sem talið er að styrki íslenska sauðfjárrækt og falli undir það að vera kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og /eða þróun í sauðfjárrækt. Frekari leiðbeiningar um þær upplýsingar sem fram skulu koma í umsókn og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að hljóta stuðning er að finna í 33.-39. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað.
Styrktarflokkar til framleiðenda
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.