Inn- og útflutningur dýra og plantna
Í lögum nr. 54/1990 er kveðið á um innflutning dýra til landsins. Meginregla laganna er að óheimilt sé að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða vill svo og erfðaefni þeirra. Undantekningar eru þó í lögum um innflutning dýra að uppfylltum tilteknum skilyrðum en þau dýr sem falla undir undantekninguna eru:
- Gæludýr og erfðaefni þeirra
- Loðdýr
- Frjógvuð alifuglaegg
- Fiskar og erfaefni þeirra
- Erfðaefni svína
- Erfðaefni holdanautgripa
Í lögum um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum er fjallað um innflutning, útflutning og dreifingu á öllum tegundum plantna, mold, húsdýraáburði, umbúðum og fleira. Nánar er fjallað um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum í reglugerð.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Tengt efni
Ítarefni
Inn- og útflutningur dýra og plantna
Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.