Hoppa yfir valmynd

Útflutningur hrossa

Í lögum um útflutning hrossa er mælt fyrir um að útflutningur á hrossum sé heimill án sérstakra leyfa að uppfylltum skilyrðum laganna og stjórnvaldsfyrirmælum settum samkvæmt þeim. Óheimilt er að flytja úr landi hross nema að héraðsdýralæknir eða eftirlitsdýralæknir Matvælastofnunar hafi metið það hæft til útflutnings með tilliti til dýraverndar og smitsjúkdóma og staðfest er að það sé rétt merkt og uppfylli kröfur sem gerðar eru af hlutaðeigandi innflutningslandi.

Af hverju útfluttu hrossi er greitt gjald sem rennur í stofnverndarsjóð íslenska hestsins en sjóðurinn er starfræktur samkvæmt 15. gr. búnaðarlaga. Stofnverndarsjóðnum er ætlað að veita lán eða styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum sem annars kynnu að verða fluttir úr landi. Einnig má veita fé úr sjóðnum til þróunarverkefna í viðkomandi búgrein. Nánar er fjallað um heimildir stofnverndarsjóðs íslenska hestakynsins í reglugerð.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar einnig fimm manna ráðgjafarnefnd um málefni er snerta útflutning hrossa. Nefndin er samráðsvettvangur stjórnvalda og þeirra sem að þeim málefnum vinna. Bændasamtök Íslands, Félag hrossabænda, Matvælastofnun og Félag hrossaútflytjenda tilnefna einn mann í nefndina hver en ráðherra skipar formann án tilnefningar.

Matvælastofnun sér um útflutning hrossa.


Sjá einnig:

Inn- og útflutningur dýra og plantna

Síðast uppfært: 29.1.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta