Jarða- og ábúðarmál
Um málefni jarða og ábúðar er fjallað í ákvæðum jarðalaga og ábúðarlögum.
Ábúð
Ábúð merkir afnotarétt af jörð eða jarðhluta til búrekstrar eða annars atvinnurekstrar á sviði landbúnaðar með þeim réttindum og skyldum sem mælt er fyrir um í ákvæðum ábúðarlaga.
Jarðir
Um jarðir gilda ákvæði jarðalaga nr. 81/2004. Lögin gilda um allt land sem ekki er undanskilið í 2 mgr. 3. gr. en það eru jarðir, annað land, fasteignir og fasteignaréttindi í þéttbýli sem skipulagt hefur verið fyrir aðra starfsemi en landbúnað með skipulagi staðfestu og/eða samþykktu af skipulagsyfirvöldum í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
Jarðalögin taka því til:
- jarða
- jarðahluta
- afréttarlanda
- almenninga
- öræfa
- þjóðlendna
- eyðijarða
- landspildna
- lóða
- mannvirkja
- skóga
- vatnsréttinda
- veiðiréttinda
- námuréttinda
- jarðhitaréttinda og annarra náttúruauðlinda
- annarra fasteigna
- fasteignaréttinda
- ítaka og hlunninda á landi og innan netlaga, hvort sem þau hafa verið skilin frá jörð eða ekki
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Ríkiseignir
Ríkiseignir fara með málefni sem snúa að jörðum í eigu íslenska ríkisins.
Tengt efni
Landbúnaður
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.