Hoppa yfir valmynd

Breytingar á landnotkun landbúnaðarlands

Lausn úr landbúnaðarnotum

Almennt gilda ákvæði skipulagslaga um breytingar á notkun lands sem fellur undir gildissvið jarðalaga. Í ákveðnum tilvikum er þó óheimilt að breyta landnotkun nema að ákveðin atriði sem tilgreind eru í 5. grein jarðalaga hafi verið metin:

  • Hvort landið er stærra en þörf krefur að teknu tilliti til þeirra nýtingaráforma sem skipulagstillagan felur í sér. Jafnframt, eftir því sem við á, hvort aðrir valkostir um staðsetningu komi til greina fyrir fyrirhugaða nýtingu á landi sem hentar síður til landbúnaðar og þá sérstaklega jarðræktar.
  • Hver áhrif breyttrar landnotkunar eru á aðlæg landbúnaðarsvæði, m.a. hvort hæfileg fjarlægð er milli lands með breyttri landnotkun og landbúnaðar sem fyrir er og hvort girt verði með nýtingaráformum fyrir möguleg búrekstrarnot af landinu í framtíðinni.
  • Sveitarstjórn tekur ákvörðun um breytingar á landnotkun á grundvelli heildstæðs mats samkvæmt skipulagsáætlun og þeirra sjónarmiða sem greinir í 1. mgr.
  • Við gerð aðalskipulags í dreifbýli skal land flokkað með tilliti til ræktunarmöguleika. Ráðherra gefur út leiðbeiningar um flokkun ræktarlands í samráði við yfirvöld skipulagsmála. Þær má nálgast hér.

Sá sem vill breyta skipulagi lands til að losa það úr landbúnaðarnotum á því að snúa sér til sveitarfélagsins þar sem landareignin er staðsett.  Við afgreiðslu málsins er sveitarfélaginu skylt að taka mið af ofangreindum ákvæðum jarðalaga.

 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 2.4.2024 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta