Hoppa yfir valmynd

Félagsbú

Um félagsbú er fjallað í jarðalögum en um er að ræða bú þar sem tveir eða fleiri einstaklingar gera með sér samning um að standa sameiginlega að búrekstri á einu eða fleiri lögbýlum, enda hafi aðilar félagsbúsins meiri hluta tekna sinna af rekstri félagsbúsins og eru allir búsettir á viðkomandi lögbýli eða lögbýlum. Aðilar félagsbús er skylt að gera með sér skriflegan félagsbússamning þar sem fjallað er um:

  • stofnframlag aðila,
  • skiptingu tekna félagsbúsins,
  • ákvarðanatöku um málefni félagsbúsins og
  • hvernig slitum félagsbúsins skuli háttað

Tilkynning um stofnun og slit félagsbús

Tilkynning um stofnun félagsbús er skylt að tilkynna til matvælaráðuneytisins og fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Einnig er skylt að tilkynna um slit félagsbúsins með sama hætti. Með tilkynningu um stofnun félagsbús skal fylgja félagsbússamningur en með tilkynningu um slit félagsbús skal fylgja samningur eða yfirlýsing um slit sem undirrituð er af öllum aðilum félagsbúsins. 

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 8.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta