Hoppa yfir valmynd

Landskipti og sameining lands

Þegar landi er skipt eða það sameinað gilda um það ákvæði jarðalaga.

Landskipti

Ákvæði 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004 gilda um landskipti en þar segir:

„Skipti á landi sem tilheyrir einni jörð og sameiginlegu landi tveggja eða fleiri jarða skulu staðfest af ráðherra. Beiðni um staðfestingu landskipta skal vera skrifleg og í henni skulu koma fram upplýsingar um nöfn, kennitölur og heimilisföng aðila sem eru eigendur landsins og aðilar að landskiptunum, svo og lýsing á landskiptunum. Beiðninni skal fylgja samningur um landskipti eða landskiptagerð, uppdráttur staðfestur af skipulagsyfirvöldum, þinglýsingarvottorð, umsögn sveitarstjórnar og önnur gögn sem kunna að liggja til grundvallar landskiptum og ráðherra óskar eftir að lögð verði fram. Í skiptasamningi eða landskiptagerð um skipti á landi sem tilheyrir einu lögbýli skal tekið fram hvaða jarðarhluta lögbýlisréttur fylgir, þ.m.t. upphaflegt heiti lögbýlis. Leigusamningar, þ.m.t. lóðarleigusamningar, teljast ekki til landskipta í skilningi þessa ákvæðis. Staðfestingu ráðherra ásamt uppdrætti staðfestum af skipulagsyfirvöldum skal þinglýst og öðlast hún þá fyrst gildi.“

Gögn vegna landskipta

  • Skrifleg umsókn til ráðuneytisins

Þar skal koma fram beiðni, undirrituð af öllum þinglýstum eigendum upprunajarðarinnar, um staðfestingu landskipta á viðkomandi landeign (heiti og landnúmer) út úr viðkomandi jörð/landi (heiti og landnúmer).

Í umsókninni skal vera greinagóð lýsing á þeim landskiptum sem óskað er að ráðuneytið staðfesti. Í umsókn skulu einnig koma fram upplýsingar hvert eigi að senda staðfestinguna, þ.e. nafn og heimilisfang, þar sem hún er send í frumriti til að fara með í þinglýsingu.

  • Umboð

Ef annar en eigandi lands sækir um landskipti þarf að afhenda ráðuneytinu afrit af umboði frá eiganda landsins þar sem fram kemur að umboðshafi hafi leyfi til að sækja um landskipti á viðkomandi jörð fyrir hönd eiganda.

  • Veðbókarvottorð/upplýsingar úr fasteignaskrá

Þinglýstir eigendur upprunajarðarinnar þurfa að koma þar fram.

  • Vottorð úr fyrirtækjaskrá

Á við ef um er að ræða ehf. eða hf. en þá þarf að liggja fyrir hver er prókúruhafi félagsins.

  • Landnúmer

Sækja þarf um landnúmer hjá Þjóðskrá fyrir hverja lóð.

  • Hnitasettur uppdráttur

Uppdráttur/kort sem sýnir landið og lóðirnar stimplað af byggingarfulltrúa/skipulagsfulltrúa.

  • Yfirlit yfir stofnaðar lóðir

Fæst hjá byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Byggingarfulltrúi prentar út blað úr Þjóðskrá þar sem fram kemur landnúmer og stærð lóðanna sem um ræðir

  • Leyfi sveitarfélags

Sækja þarf um leyfi til landskipta til viðkomandi sveitarfélags ásamt þess að skila þarf inn uppdrætti/korti og landnúmeri. Bókun í fundargerð getur dugað í þeim tilvikum þar sem lóð hefur áður verið stofnuð.

  • Önnur gögn sem þurfa þykir

Umsókn ásamt framangreindum gögnum skal svo senda á [email protected]

Þegar ráðherra hefur staðfest landskipti skal staðfestingin og uppdráttur staðfestur af skipulagsyfirvöldum þinglýst og öðlast landskiptin þá fyrst gildi. Hafi jarðarhlutar eða landspildur verið leystar úr landbúnaðarnotum eða landnotkun þeirra breytt úr landbúnaðarnotum og skipt út úr jörð staðfestir ráðherra aðeins skipti á ytri mörkum jarðahlutans eða landspildunar þar sem önnur skipti á landinu falla utan gildissviðs jarðalaga.

Sameining lands

Ákvæði jarðalaga gilda um sameiningu á landi tveggja eða fleiri jarða eða jarðahluta. Matvælaráðherra staðfestir sameiningu lands. Beiðni um sameiningu lands  skal vera skrifleg og henni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:

  • Skrifleg umsókn til ráðuneytisins

Þar skal koma fram beiðni, undirrituð af öllum þinglýstum eigendum upprunajarðarinnar, um staðfestingu á sameiningu jarða á viðkomandi landareignum (heiti og landnúmer) út úr viðkomandi jörð/landi (heiti og landnúmer).
Í umsókninni skal vera greinagóð lýsing á þeirri sameingnu sem óskað er að ráðuneytið staðfesti. Í umsókn skulu einnig koma fram upplýsingar hvert eigi að senda staðfestinguna, þ.e. nafn og heimilisfang, þar sem hún er send í frumriti til að fara með í þinglýsingu.

  • Umboð

Ef annar en eigandi lands sækir um sameiningu jarða þarf afrit af af umboði frá eiganda landsins að fylgja, þar sem fram kemur að umboðshafi hafi leyfi til að sækja um landskipti á viðkomandi jörð fyrir hönd eiganda.

  • Veðbókarvottorð/upplýsingar úr fasteignaskrá

Þinglýstir eigendur upprunajarðarinnar þurfa að koma þar fram.

  • Vottorð úr fyrirtækjaskrá

Á við ef um er að ræða ehf. eða hf. en þá þarf að liggja fyrir hver er prókúruhafi félagsins.

  • Landnúmer

Sækja þarf um landnúmer hjá Þjóðskrá fyrir hverja lóð.

  • Hnitasettur uppdráttur

Uppdráttur/kort sem sýnir landið og lóðirnar stimplað af byggingarfulltrúa/skipulagsfulltrúa.

  • Yfirlit yfir stofnaðar lóðir

Fæst hjá byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Byggingarfulltrúi prentar út blað úr Þjóðskrá þar sem fram kemur landnúmer og stærð lóðanna sem um ræðir

  • Leyfi sveitarfélags

Sækja þarf um leyfi til landskipta til viðkomandi sveitarfélags ásamt þess að skila þarf inn uppdrætti/korti og landnúmeri. Bókun í fundargerð getur dugað í þeim tilvikum þar sem lóð hefur áður verið stofnuð.

  • Önnur gögn sem þurfa þykir

Umsókn ásamt framangreindum gögnum skal svo senda á [email protected]

Óheimilt er að sameina land jarða eða jarðhluta sem tilheyra ekki sama sveitarfélagi eða lögsagnarumdæmi. 

Þegar ráðherra hefur staðfest sameiningu lands skal leyfi ráðherra ásamt uppdrætti staðfestum af skipulagsyfirvöldum þinglýst og öðlast sameining landsins þá fyrst gildi.

Ef óskað er eftir að land sé tekið úr landbúnaðarnotum skal það tekið fram í umsókn og greinilega merkt á gögnum hvaða land sé um að ræða og stærð þess.

Sjá einnig:

Lögbýlaskrá

Síðast uppfært: 25.11.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta